Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 89
Skirnir]
Um hreinlæti.
81
notaðar. Ef ætið væri harðfiskur eða hausar á borðum
manna, myndi það eitt draga drjúgum. Þá eru nokkrar
líkur til þess, að allur sá sykur og sætindi, som nú er
notaður, hafi ill áhrif á tennur. Að lokum eru viss efni
i fæðunni nauðsynleg, til þess að tennur barna og ung-
linga hafi góðan vöxt og viðgang. Slík efni eru einkum
i smjöri, nýmjólk, lýsi og lifur. Börn og unglingar mega
ekki vera án slíks í uppvextinum. Ef mjólk og smjör
skortir, má oftast veita sjer lifur eða lýsi við sjávarsíðuna.
Þó sjaldnast komi það til greina að skola nefið
Nsf
og eyru innan, þá er margt hneykslið, sem nefið
veldur. í kvefi rennur stanslaust úr þvi hor
og vilsa, og þó menn sjeu heilbrigðir, þá þurfa flestir við
og við að snýta sjer. Horinn eða nefslímið er illur óþverri,
og margskonar sóttkveikjur eru allajafna í honum. Hvað
við hann skuli gera, er satt að segja óráðin gáta. A fing-
urna má hann ekki fara, ekki í skeggið, ekki á gólfið í
híbýlum manna; að koma honum þriflega í hrákadall er
meiri list en að hrækja út úr sjer, og út úr vandræðum
hafa menn tekið upp á því, að setja hann í vasaklúta og
stinga svo öllu góðgætinu í vasann. Auðvitað berast svo
hordrefjar á fingurna og nefið í næBta sinn er klúturinn
er notaður, og svo af fingrunum á alt, sem snert er. Jeg
sleppi að tala um neftóbakið, sem öllum myndi þykja
hinn argasti ósiður, ef vjer værum þessu ekki svo vanir.
Gamli siðurinn, að snýta sjer með fingrunum, er þrátt
fyrir alt bezta og þriflegasta aðferðin úti við, enda ekki
ætið auðvelt að koma öðru við. Aftur getur þetta alls
ekki komið til greina inni i húsum, þvi þá lenti horinn
á gólfinu og yrði þar að argasta óþverra. Þá er ekki
öðru til að tjalda en vasaklútnum, þó illur sje. An hans
getur enginn siðaður maður verið. Hitt vill mörgum
gleymast, að klúturinn verður bráðlega að versta óþverra,
jafnvel fyr en verulega sér á honum. Það þarf því að
skifta oft um klúta; æskilegast væri að þeim væri skift
daglega; en þó ekki sje svo langt farið, þá á ætíð að
skifta þeirn, er á þeim fer að sjá (hvítum klútum!). Það
6