Skírnir - 01.01.1921, Síða 90
82
Um hreinlæti.
[Skírnir
lætur þá nærri, að heilbrigður maður fái sjer hreinan
klút 2var í viku, en daglega, ef kvefaður er. Vasaklútar
eiga að vera sem óbrotnastir. Það má sauma þá blátt
áfram úr hvaða hentugu hvítu ljerefti sem er, en það
þarf fjölda af þeim!
Þó lítt komi það þessu máli við, má minna á það,
að nefstifla er illur kvilli, ekki sízt á börnum og ung-
lingum. Þau þurfa að geta dregið andann gegnum nefið,
og sje tregða á því, þurfa þau læknishjálpar.
Eyrun eru sjaldnast vandræðagripir, en þó sýna
stundum óhreinindin innan í þeim, að maðurinn er ekki
leikinn í þeirri list að þvo sjer. Þó verður eyrnamergur-
inn sumum að vandræðum, harðnar og þornar i eyrna-
ganginum og fyllir haim svo, að heyrn verður mjög sljó.
Ef eyrnaskeflll eða vírlykkja (hárnál) er notuð með gætni,
er það aldrei nema rjett, að tæma eyrnamerginn út með
henni við og við, en varlega skal það gert. Fyrrum voru
eyrnaskeflar á hveiju heimili, og voru úr silfri!1) Ekki
sjaldan fylgdu þeir silfurfesti þeirri, sem upphlutir voru
reimaðir saman með, og var skefillinn notaður sem
millunál.
Þó það sje sjálfsagt að halda fötum sínum og
. ", rúmfötum svo hreiuum sem ástæður frekast
aðMr.*i
leyfa, ei erfltt að gefa fastar reglur um skift-
ingu fata, fataþvott o. þvil. Munurinn verður ætíð mikill
fyrir þann, sem gengur að erflðisvinnu og hinn, sem varla
kemur út úr húsi. Sjaldnast mun óhreiun fatnaður að
visu valda boinu heilsutjóni, nema um smitandi sótt-
kveikjur sje að ræða (bei’klaveiki, taugaveiki, barnaveiki
o. þvil.); en hvað sem þvi liður, er það ákveðin menn-
ingarkrafa, að ganga svo hreinlega til fara sem kostur er
á, og þetta finnur öll alþýða nú orðið, þótt framkvæmd-
irnar gangi misjafnlega.
*) Enn betra er a& geta skolað eyrnagangina með heitn vatni, en
til þess þarf hentnga dæln.
’) í Skirni 19 . . er all-löng grein „Um fatnað11 eftir G. H. Þar
er fatadúkum lýst og ýmislegri fatagerð.