Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 91
Skirnir]
Um hreinlæti.
83
Ef nærfötin eru athuguð fyrst, þá hafa prjónuð ullar-
föt avo marga kosfi, að þau eru sjálfsagði fatnaðurinn
fyrir oss íslendiuga Þau eru sterk og hlý, halda hör-
undinu hreinu, drekka vel í sig svitá og loða þó hvorki
við hörundið nje verða illköld þó þau blotni. Einn ókost
hafa þau þó: Þau þola illa suðu og þvott, einnig mikinn
svita, og hættir þá til að þófna.1) Að þessu leyti eru
pi'jónaföt úr líni eða bómull betri.
Venjulega má það teljast nægilegt, ef nærfötum er
skift á hálfsmánaðar fresti, og flestir eiga erfitt með að
skifta oftar. Þó er i raun rjettri full ástæða til þess, ef
maður svitnar mikið, eða fötin óhreinkast á annan hátt
venju framar. Sokkar óhreinkast miklu fljótar en önnur
nærföt, hver svo sem fótabúnaðurinn er, og er því æski-
legt að geta skift þeim sem oftast Þetta er oft sjálfgert
fyrir þá, sem ganga með ísleuzka skó og blotna í fætur
daglega eða því sem næst
öll venjuleg ytri föt, sem oftast eru gerð úr ullar-
dúkum og fóðruð, eru í raun rjettri óþrifaleg og óhentug,
því ekki er ætlast til að þau sjeu þvegin, sízt oft, og þó
fellur hvers konar ryk á þau og margs konar óhreiniudi.
Það væri i raun rjettri sjálfsagt, að allir, sem að viunu
ganga, væru yzt klæða í einföldum, auðþvegnum
hlifðarfötum úr voðfeldum striga, nankin eða þvíl, en
því miður er hjer litið um hentuga dúka í slík föt. Sú
krafa er i raun rjettri sjálfsögð, að ö 11 föt sjeu auð-
þvegin; en það á eflaust langt í land, að sú framför kom-
ist á.
Tvenns konar óhreinindi eru það einkum, sem
kynni^ er 8^ri®a í híbýlum manna: Þau, sem
berast með for og bleytu inn í herbergin, eink-
-um á fótum manna, og óhreint eða spilt loft, sem stafar
frá mönnum, eldfærum og lömpum inni í húsum. Við
þetta bætast svo ýms óhreinindi, sem stafa frá mönnun-
‘) Úr þessu má nokkuð bæta meö þvi aö gera fötin úr góöu togi.
Sagt er aö ilik föt sjeu ekki óþægileg, þó snarpari sjeu.
6*