Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 92
84
Um hreinlæti.
fSkirnir
um, mat þeirra, fatnaði o. fl. Lakast af slíku eru hrákar
og uppgangur brjóstveikra manna.
Það þarf góðan vilja og hirðusemi og auk þess mikla
vinnu til þess að halda húsakynnum sinum svo hreinum
sem æskilegt er, jafnvel þó þau sjeu góð. Mjög ljeleg-
um húsakynnum er nálega ókleift að halda hreinum, en
menningarkrafan er, að alt sje hreint, sem inni er: veggir,
loft og gólf, húsgögn öll og alt hvað heiti heflr. Helzt á
alt þetta að vera auðþvegið eða sem flest.
Bezta vörnin gegn því að óhreiniudi berist inn í hús-
ið er á þessa leið: Við útidyr hússins á að vera fast
s k ö f u j á r n, til þess að geta strokið for og óhreinindi
neðan af skóm sínum og jöðrum þeirra. Þá skal og vera
innan bæjardyra eða utan einföld járngrind, sem
notuð er til hins sama. Þegar grindinni sleppir tekur við
stór skóþurka (»motta«) í fordyrinu. Ur því skal
gengið inn í ræstingarherbergi, mjög óhrein
hlífðarföt (stakkur) hengd þar upp, ef til vill skift um
skó, hendur þvegnar o. s. frv., eftir því sem atvik eru.
Það má, með öðrum orðum, enginn fara inn i
í b ú ð a r h e r b e r g i n, sem illa er til reika,
nema brýn nauðsyn krefji. Þvi miður eru húsakynni vor
lítt sniðin til þess að ljetta mönnum hreinlæti, en hver-
vetna má setja sköfujárn, grind og skóþurku. Ef við
þetta bætist góður vilji og umgengni, þá hrekkur það
langt. Forarhlaðið fyrir frarnan bæjardyr vorar á alger-
lega að hverfa og steinlögð stjett að koma í þess stað.
En þrátt fyrir alt þetta safnast ætíð nokkurt ryk og
óhreinindi fyrir í herbergjunum daginn yfir. Það þarf
því d a g 1 e g a að strjúka ryk af listum og lauslegum
munum, og fara siðan yfir gólfið með rakri tusku. Þetta
er ljett verk, ef þau eru olíuborin.
Einn 8á versti óþverri, sem við er að stríða i her-
bergjum manna, eru hrákar og uppgangur frá
brjósti. Fiestir flnna hve viðbjóðslegir þeir eru, en
auk þess eru þeir háskalegir, ef um berklaveiki
o. fl. næma sjúkdóma er að ræða. Þeir, sem uppgang