Skírnir - 01.01.1921, Page 93
Skírnir]
tlm breinlæti.
85
hafa og eru brjóstveilir, eiga að hafa hrákaglas af sjer-
atakri gerð, sem bera má í vasa sínum, ef þeir eru á
ferli, en blikkmæli með vænu handfangi og loki, með
botnhyl af vatni á handhægum stað, ef þeir eru rúmfastir,
eða sitja lengst af í sessi sínum. Annars er einfaldur og
auðþveginn hrákadallur ómissandi í hverri íbúð. Það er
fult svo gott að hafa sag, mómylsnu eða sand í honum
eins og vatn, því vatnið vill slettast í allar áttir þegar
hrækt er í dallinn, að minsta kosti ef hann stendur á
gólfinu, og með vatnsýrunum vilja hrákadrefjar fara á alt
umhverfi bakkans. Hrákadalla skal tæmadag-
lega og halda þeim tárhreinum. — Að
hrækja á gólf er svívirðilegur ósiður,
sem gengur mannsmorði næst á vorum dög-
um, þegar berklaveiki er komin á fjölda heimila.
Loftið í herbergjum manna fer að mestu eftir því,
hvernig þau eru. 1 rökum húsakynnum (steinhús!) verð-
ur loftið ætið ilt (myglulykt o. þvíl.) og úr því verður
aldrei vel bætt, fyr en ráðin er bót á rakanum. I gisn-
um timburhúsum er það oftast gott, þó ekkert sje um
loftræstingu hugsað. öll íbúðarherbergi eiga þó að vera
svo úr garði gerð, að skifta megi þar um loft eftir vild,
að hreinu lofti megi hleypa inn og vondu út. I bað-
stofum vorum verðum vjer að láta oss nægja góðan
stromp og glugga á hjörum. í steinsteypuhúsum með
þykkum gluggum og máluðum veggjum er hentugast að
hafa sjerstök, vel umbúin, vindaugu á veggjum, þeim
megin sem vindáttir eru. Þau mega ekki minni vera en
15—20 cm. (6") í þvermál. Slík vindaugu eiga að vera
ofarlega á veggjum og stefna skáhalt upp á við svo vind-
gustinn leggi upp að lofti er inn kemur og síður sje hætta
á, að vatn blási gegnum þau. Það vindauga skal opna,
sem áveðurs er. Það er ólíku auðveldara, að búa svo um
slík vindaugu, að auðvelt sje að opna þau og loka tryggi-
lega í hvaða. veðri sem er, heldur en gluggana, sem ýmist
frjósa fastir eða gisna svo, að inn um þá næðir. Gott er
ekki loftið í íbúðarherbergjum nema svo finnist þeim, sem