Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 94
86 Um hreinlæti. Skirnir]
koma utan úr hreinu útilofti. Það spillir loftinu stórum,
ef miklu er hrúgað saman í herherbergjunum, föt o. fl.
geymt þar. Þar á ekki fleira að vera en nauðsynlegt er
og helzt það eitt, sem auðvelt er að halda hreinu. —
G-luggaloftun, sem flestir eiga við að búa, er svo bezt að
opna megi glugga á báðum vindhliðum húBsins og opna
báða í senn stutta stund. Útiloftið blæs þá fljótt í
gegn um herbergin, án þess að þau kólni til muna. Þó
er það og sæmilegt ef glugga má opna áveðurs, því loftið
kemst oftast greiðlega gegnum rifur með hurðum o þvíl.
Þá má ekki gleyma, að svefnherbergi þurfa að vera
loftgóð. Þetta er sjálfgert, ef sofið er fyrir opnum glugg-
um eða vindaugum og sagt er að menn venjist þessu vel,
jafnvel i verstu veðrum. Tæpast getur þó þetta veiið
hentugt, þar sem ungbörn sofa.
Þó hjei' sje fijótlega yfir sögu farið og ekki annars
krafist en þess, sem sjálfsagt er talið af öllum menningar-
þjóðum, þá býst jeg við að mörgum þyki það fullmikið.
Það geta menn þó verið vissir um, að minni verða kröf-
urnar ekki en hjer er sagt, hvernig sem alt gengur. Þær
vaxa með ómótstæðilegu afli og hafa breyzt stórlega á
einni mannsæfi. Og þetta þarf hvorki að leiða til neins
tepruskapar nje ómensku við hvaða verk seín er. Sumt
venjast menn á að vinna með meiri forsjá og þrifnaði en
nú gerist1), úr sumu má bæta með hentugum hlífðarföt-
um, en óðar en verkinu er hætt er öllum sett í sjálfs-
vald að vera þrifalega til fara, hvort sem þeir eru fátækir
eða ríkir.
Hreint hörund, hrein klæði og brein húsakynni eru
ómótBtæðilegar menningar- og heilbrigðiskröfur.
') Enn mun það t. d. algengast að tæma áburðarforir með fötum,
sem sökt er i þær. Erlendis eru hvarvetna notaðar forardælur og for-
inni dælt upp i tunnnvagn. Þetta getnr hver gert án þen að óhreinka
föt sín eða hendur hið minsta!