Skírnir - 01.01.1921, Side 96
88 Úr fórum G-ríms Thomsens. [Skirnír
lifað með framúrskarandi mönnum á einbvern hátt, en þá
er það eigi hann, heldur þeir, sem lýsa skyldi.
Þetta hefir vakað fyrir mjer, frá því jeg tók fyrir, að
teikna upp það sem merkilegast hefir fyrir mig borið, sjerí-
lagi um miðbik æfinnar, og hef jeg því sjálfur að eins viljað
vera það band, sem steinarnir eru dregnir upp á; en at-
burðirnir og mennirnir, sem jeg hefi verið samtíða, eru
hið eiginlega steinasörvi.
Með því jeg er fæddur og ólst upp á fjölmennu
heimili, Bessastöðum, meðan latínuskólinn var þar, gat
eigi hjá því farið, að jeg sæi og kyntist við marga ágætis-
menn. Tel jeg þar á meðal, auk kennaranna, Dr. Schevings,
Sveinbjarnar Egilssonar og Gunnlögsens, Árna stiftprófast
Helgason, sem útskrifaði mig til háskólans, Steingrím
biskup og Bjarna Thorarensen. Jeg þori að fullyrða, að
leit mun vera, við hvern skóla og á hverju landi sem
vill, að meira kennara mannvali, en þá var á Bessastöð-
um; því eins og lærdómurinn var, eins var dagfarið. —
Dr. Scheving var sannur Rómverji, einskonar íslenzkur
Cató, strangur og rjettlátur bæði við sig og aðra; sjálf-
sagt einn hinn latínulærðasti maður á sinni tið, og með
þeim lærðustu í fornmáli voru og bókmentum; strangur
og alvörugefinn í kenslutimunum, en ljúfur og ræðinn þar
fyrir utan við skólalærisveinana sem aðra; mikiil íþrótta-
maður í æskunni, sjerílagi glímumaður, eins og við mátti
búast af gömlum »Hólanus«, og studdi því mjög að því,
að þessi þjóðlega íþrótt dæi ekki út. — Sveinbirni Egils-
syni er minni þörf á að lýsa; allir vita, að lipurleiki og
iærdómur, snild og fróðleikur hjeldust þar höndum saman.
En — mildari og þýðari var hann miklu heldur en
Scheving, og því síður lagaður til að stjórna raörgum og
ólíkum unglingum. Engum gat dottið í hug að andæfa
gámla Scheving, eða gera sjer dælt við hann; og þó hygg
jeg óhætt sje að fullyrða, að skólapiltar undantekningar-
laust unnu honum hugástum. Þeir vissu, hversu ant hon-
um var um sóma skólans og pilta sjálfra, og höfðu reynt