Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 97
Skirnir] Úr fórum Q-rims ThomBens. 89
það, að þótt hann væri á stundum þungorður við þá upp
í eyrun, þá tók hann málstað þeirra á bak. Björn Gunn-
lögsson var, eins og allir vita, eigi af þessum heimi; eða
rjettara sagt þessari jörðu, nema hvað hann í einu sem
öðru eigi vildi vamm sitt vita, en sjerílagi dvaldi hann i
stjörnunum og öllu hinu háleita; hann þekti ekkert lágt,
og gaf því engan gaum. Lærisveinar elskuðu hann og
virtu, og varla mun það hafa komið fyrir, að nokkur
roóðgaði hann viljandi; en piltar höfðu ekki beig af hon-
um eins og af Scheving.
Eins merkir lærdómsmenn eins og þessir menn voru,
eins hæverskir og nægjusamir voru þeir; lifðu við lítil
laun og fremur ljeleg húsakynni, og töldu eigi eftir sjer,
bvernig sem veður var, að sækja tíma sína að morgni
dags; Egilson frá Eyvindarstöðum, Gunnlögssen frá Svið-
bolti, sem þó er drjúgur spölur.
Bjarni Thorarensen, sem þá var assessor í yfirdómin-
um og bjó á Gufunesi, kom oft til foreldra minna, jafn-
vel á vetrardag. Hann var, eins og kunnugt er, gleði-
maður mikill og söngmaður, og kom það oft fyrir á vet-
urna, að skólapiltum, sem höfðu góð hljóð, var boðið inn
til okkar, til þess að syngja með honum tvísöng, sem þá
þótti mikið til koma Man jeg sjerstaklega eftir þeim
sjera Sigurði Arnþórssyni, sjera Páli Magnússyni (síðar á
Sandfelli i öræfum), sjera Snorra Sæmundssyni (á Desjar-
mýri), og mig minnir, þó það væri síðar, sjera Jóni
Reykjalín (á Þönglabakka), sem samsöngvuruin hans.
Nokkuð stórorður þótti mjer, sem þá var barn, Bjarni
vera, enda var oft á honum að heyra, að hann vildi vera
Skúla fógeta Magnússyni sem líkastur; en Skúli sleikti
aldrei utan af orðunum Annars gefur að skilja, að tal
hans einatt var bæði fróðlegt og skemtilegt; sjerílagi þeg-
ar hann komst út í söguna þvi hann var mikill sögu-
maður, og manna bæði lesnastur og minnugastur. Vel
man jeg það, að við krakkarnir hlökkuðum ávalt til þeg-
ar hann kom, því honum var mikið fjör og glaumur sam-