Skírnir - 01.01.1921, Side 98
90 Úr fórum Grims Thomsem. [Skirnir
fara; en móðir mín fagnaði eigi eins komu hans; hún
var stilt kona og alvörugefin.
Ólíkir Bjarna voru þeir Steingrimur biskup og Arni
Helgason, og þó sinn upp á hvorn hátt. Steingrímur
biskup er vafalaust sá kurteisasti maður og hið mesta
nettmenni, sem eg hefi nokkurn tima þekt. Hann var
við öll próf við skólann, og hafði jeg nægt tækifæri til
að veita honum eftirtekt. Góðmenskan skein út úr and-
litinu, og framgangan var höfðingleg. Hann var uokkuð
bæði seinmæltur og Jangorður, einkum væri farið út í
sögu íslands og fornfræði. Aldrei hraut honum hart orð,
hvorki v i ð menn, nje um menn; hýr var hann á brá
og gleðimaður innan um, að minsta kosti var hann bezti
reiðraaður. Þegar eg þekti, var hann silfurhvitur á hár,
en beinn og grannur, eins og ungur maður.
Árni Helgason var kennari minn; var jeg hjá hon-
um í fimm vetur, og hafði þvi nægt tækifæri til að þekkja
hann Hann var einn af þeim mönnum sem prýða hverja
stjett; lærdómsmaður mikill, og einkarlaginn í þvi að
beita þekkingu sinnirjett; liprasti gáfumaður, orðheppinn,
ávalt góður og glaður, og það sem raest er vert, vandað-
ur bæði til orða og verka, og brýndi oft fyrir oss lærisveinum
sínum að víkja aldrei frá sannleikanum. Hann hafði sjer-
stakt lag á að kveikja upp fróðleiks löngun hjá okkur og
koma okkur til »að kenna okkur sjálfir*. Heldur var
hann þungur maður, og svaf mikið, eins og Axel Oxen-
stjerna. Hann gat verið mjög kátur, og hló þá dátt;
hafði garaan af spilum og tafli, og var ekki frásneiddur
vínföngum, þó, meðan jeg þekti hann, altjend í hófi. Þeir
áttu stundum orðakast saman hann og Bjarni Thoraren-
sen; en sá var munurinn, að hinn fyrnefndi allajafna var
fínn og hnittinn í orði, hinn siðarnefndi stórgerðari og
ekki eins hæfinn, þó skeytin væri stærri.---------—