Skírnir - 01.01.1921, Page 101
Skirnir]
Fyrirlestur um Kina.
93
þeir finna, sjer til undrunar, að vel flest af því á sjer
tilverurjett, sakir sjerstakra þarfa vorra, Austurlanda-
búa, er skapast af staðháttum vorum, og kemur þá i
Ijós, að það er einn eða annar sjálfsagður þáttur í þróun-
arsögu þjóðar vorrar.
Margs hefir verið getið til um uppruna kínversku
þjóðarinnar, og hafa sumir rakið hann alt til Babyloníu
hinnar fornu, og draga þar til nokkur líkindi í tungu og
háttum beggja þjóðanna En ekki á þessi skoðun við
ttein rök að styðjast í sögu vorri. Hún greinir frá því
einu, að forfeður vorir hafi fyrst búið i Grulárdal, og er
stundir liðu fram og fólkinu fjölgaði, hafi þjóðin færzt
æ lengra suður á bóginn, unz hafið varð fyrir henni.
Þetta hefir varla getað verið miklu áður en Miðaldir hefj-
ast í Evrópu, því að það er ekki fyr en á dögum Tang
konungsættarinnar, að hinn mikli rithöfundur vor, Han
Yti (768- 824 e. Kr. b.), getur um Yueh (það sem nú
heitir Canton), og kallar það »heimkvnni útlaga« og
>land reykjar-og drepsótta, bygt illum öndum«.
Svo segir i goðafræði Kínverja, að hinn mikli guð,
Panku, sje alheimssmiðurinn, og er hann sýndur með
meitil í annari hendi og hamar í hinni Eftir 18000 ára
starf ætla menn að hann hafi lokið þeirri reginþraut, að
skilja himin og jörð, en þá í árdaga var alheimur-
inn mjög loftkendur, en þjettist smám saman; segir svo
í munnmælum, að þetta muni verið hafa um 3000 árum
fyrir Krists burð, en sannar sögur hefjast ekki fyr en að
minsta kosti nokkrum öldum síðar. Af elztu skjölum, er
varðveizt hafa (frá hjer um bil 2500 f. Kr. b.) sjáum vjer
að Hwangti var uppi um þessar mundir. Hann var vitur
konungur og vel að sjer, og gerðist forgöngumaður um
hljóðfæraslátt og fagrar listir; rekja Kínverjar ættir
til hans. Hann ákvað mál og vog og gjörði vagna og
vegi til 8amgöngubóta á landi. Hann smíðaði og skip, er
gengu á ám og vötnum. Drottning hans hjet Leitsu, og
er fræg mjög; er svo talið að hún hafi fyrst allra fundið
silkiorminn og alið til nytja.