Skírnir - 01.01.1921, Page 102
94
Fyrirlestur um Kína.
[Skírnir
Næsta raerkistímabil sögu vorrar er það, sem kallað
er >Þriggja keisara tímabilið*; voru þá uppi Yao, Shen
og Yu hinn mikli. Þetta tímabilið er enn í dag kallað
Gullöld Kinverja. Yuo var vitur konungur og lærður,
»lítillátur, hófsamur og hinn ástsamasti foreldrum sínum*.
»Svelti þegnar mínir«, sagði hann, »svelt jeg, og brjóti
þeir lögin, ber jeg einn ábyrgð á því<. Þá var góð stjórn
í landi og auðsæld mikil. Það er í frásögur fært, að um
hans daga var enginn þjófur, svo að dýrgripir lágu óhreyfðir
á almannafæri, og ei þurfti þá lás eða loku fyrir
dyr að nóttu.') Friður var góður í landi um daga Yaos,
en þá bar það til, að gerði flóð mikið árið 2297 f. Kr. b.,
og var landið 9 ár að ná sjer eftir. Sumir hyggja að
þetta mikla flóð sje hið sama sem Syndaflóðið á dögum
Nóa, og um er getið i Bibliunni Á öndverðri þriðju öld
leysti sundur ríkið, og risu þá upp sjö voldug ljensríki á
rústum þess, og fjöldi smáríkja. Alla þá stund, sem Chow
konungsættinni var að hnigna, og unz hún veltist úr
völdum, áttu þessi ríki í sífeldum ófriði um yfirráðin,
ekki ólíkum erjum þeim, er löngum stóðu milli Aþeninga
hinna fornu og Spartverja, og aldar voru af tortryggni
þeirra og nágrannaríg. Þess þarf varla að geta, að rík-
inu hafði að mörgu leyti farið aftur, er svo agasamt var í
landi, en á einu sviði höfðu framfarirnar og verið miklar,
því að þetta var hin fyrsta blóma-öld í andlegu lifi þjóðar
vorrar, og voru þá uppi fræðimeistarar (sófistar), vitriugar
og heimspekingar. Á afturfarar-öldum ljensvaldsins voru
þeir uppi: Confucius, Mencius, Laotze, Chwangtze og
fjöldamargir aðrir spekingar, og eins og Sókrates og Plató
höfðu leitað að flnna þá allsherjar-undirrót, er af sjer
leiddi losarabraginn i þjóðlífl og stjórumálum Grikkja á
dögutn þeirra, þannig leitaði og Confucius (551—479 f.
Kr), og Mencius lærisveinn hans (372—289 f. Kr), að
rekja fram hagnýta heimspeki, er bæði mundi styðja að
endursameiningu þjóðarinnar og koma á samræmi og festu
‘) Sbr. Snorra Eddn, Rvik 1907, bls. 188. - Þýð.