Skírnir - 01.01.1921, Síða 103
Skirnir]
Fyrirlestur um Kiua.
95
í aiðferðislifi einstakliugains. Til þess tíma, er vestræn
íræði tóku að berast til Kína, höfðu hinar *Fjórar bækur*,
sem hafa að geyma aðalatriði kenninga þeirra, öldum
saman verið undirstaða kíuverskrar mentunar. Á hinum
»ágætu einaugrunardögum« vorum voru þessir snillingar
taldir rneginheimildirnar, bæði um siðfræðilegar hogðunar-
reglur og um stjórnvisindi. Og enn í dag eru ábrif þeirra
sumstaðar jafnrík og áður, enda hafa kynni hinnar yngri
kynslóðar af vestrænni menningu litlu fengið um þokað
í þessu efni Og að vísu eru kenningar Krists og Con-
fueiusar í insta eðli sínu aldrei andvígar hvor annari —
öðru nær; þær styrkja ósjaldan hver aðra með því að
staðhæfa sömu sannindin. Eftirfarandi dæmi, tekin úr
hinum »Fjórum bókum«, munu skýra þetta atriði:
»Milli hinna fjögra hafa erum við allir bræður«.
»Hvað á sá að gera, sem ekki þekkir ráðvendni« ?
>öerið ekki öðrum það, sem þjer viljið ekki láta
gera yður«.
En meun verða samt að hafa það hugfast, að það
eru alls ekki trúarbrögð, er Coufueius kennir. Kenningar
hans mætti fremur kalla siðfræði, er fjallar um skyldur
mannsins við náunga sinn. Engir helgisiðir fylgja kenn-
ingum hans, en þeir fylgja annars öllum trúarbrögðum,
8em því nafni eru rjettnefnd. Satt er það að visu, að
hjer mætti undanskilja hin árlegu hátíðahöld á afmælis-
degi vitringsinB, sem venjulega eru fólgin í fórnfæringum
frammi fyrir minningartöflum hans. Þá var það og siður
fyrrum, að smábörn skyldu falla á knje frammi fyrir
mynd Confuciusar, er þau hófu skólagöngu sína; vur
þetta gert til marks um virðingu fyrir sálargöfgi og eðal-
lyndi, en Confucius er hin fegursta ímynd hvorstveggja
þessa. En slíkar venjur mega varla heita i neinu veru-
legu ólíkar hvers kyus hetjudýrkun, sem sameiginleg er
öllu mannkyui. Mentaðar konur og karlar í Vesturlönd-
um halda hátíðleg hundrað ára afmæli merkilegra atburða
og frægra skálda, og mundi enginn kalla slíka athöfn
trúarathöfn eða tilefnið trúarbrögð. Ennfremur segir