Skírnir - 01.01.1921, Síða 104
96
Fyrirlestur um Kína.
[Skírnir
Confucius sjálfur i ágripi sínu (Analects): »Jeg hugsa ekk-
ert um hið yfirnáttúrlega*, enda er í kenningum hans nú
á dögum ekki minsti vottur þeirrar feikna-hjátrúar, sem
virðist vera samtvinnuð öllum trúarbrögðum, hvort sem
þau heita nú sálnatrú frumþjóðanna eða nútíðar kristin-
dómur öldum saman hafa mentamenn Kínaveldis, er
haldið hafa um stjórnvöl ríkisins, dáðst mjög að vits-
munum og lundgöfgi Confuciusar, og hefir því afleiðingin
orðið sú, að fram á þenna dag hefir öll æðri menning
vor hvilt eingöngu á grundvelli kenninga hans. Breytni
manna innbyrðis af ýmsu tæi og á ýmsu stigi hefir farið
eftir boðorðum hans, svo sem drottna og þegna, feðra og
sona, eiginkvenna og eiginmanna. Hann er hinn mikil-
hæfasti siðameistari, sem uppi hefir verið í Kína. En hitt
er víst, að hann er ekki trúarbragðahöfundur í venjulegri
merkingu þess orðs. Þess verður og að geta, að kenn-
ingar Confuciusar hafa sína galla, og höfðu í reyndinni
óhollar afleiðingar, sem komast mætti hjá, væru kenningar
hans endurskoðaðar í samræmi við þarfir og ástand nú-
tímans. Sje þetta ekki gert, er nánara samband við
Vesturlönd hið eina, sem að haldi má koma, enda er nú
hin yngri kynslóð í Kína urn þessar mundir að athuga
báðar þessar leiðír.
Sjö-ríkja styrjöldinni lauk á þá leið, að Chin-ríkið
varð ofan á, og hurfu hin ríkin þá smám saman undir
yfirráð þess. Um 255 f Kr var Kinaveldi enn einu sinni
sameinað undir stjórn Shin-hwangti; það þýðir: »fyrsti
keisarinn*. Hann var ríkur konungur, nokkuð byltinga-
gjarn, og hinn mesti hermaður, og hefir hann því verið
kallaður Napóleon Kinaveldis. í þeirri von að ná til Pung-
Lai, »Eyjar hinna sælu*, er getur um í bibliu Taómanna,
gerði hann út leiðangur á hendur Japönum. A útnorður-
landamærum ríkis hans voru og Tartara-þjóðfiokkar með
sífeldar óeirðir. Til þess nú að binda enda á innrásir
þeirra, ljet hann reisa risavaxinn varnargarð á norður-
landamærum Chili-fylkis. Þetta var upphaf kínverska
múrsins, sem nær alt frá 120°—100° austurlengdar, og er