Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 106
98 ÍTyrirlestur um Kíua. [Skirllir
tímabili, minna mjög á það, sem bezt er í ritum hinna
ensku sjónleikaskálda, er uppi voru um þúsund árum síð-
ar. Flest hin ágætustu skáld vor lifðu og störfuðu á
stjórnarárum Taug-ættarinnar; má hjer nefna skáldkon-
unga eins og Li Po, Tu Fu og Po Chú-I; bera ritverk
þeirra ekki að eins vott um það, sem prófessor Saints-
bury mundi kalla sanna skáldhyggju, heldur er djúp til-
finniuga og viðkvæmni svo mikið, að snerta myndi strengi
í brjósti hvers einasta manns. Yrkisefni skáldanna á
þessu tímabili eru enganveginn fáskrúðug; kveða þeir bæði
ura heimilisást og átthaga sína, hetjur og hreystiverk lið-
inna tíma. Hjer verður og að geta hinna fjölmörgu
1 ý r i s k u kvæða um skilnaðarsöknuð eða gleði endur-
funda, þar sem tilefnið er einkum æska og fegurð eða
enn innilegri vinátta
Þá er Tang-ættin merk að því leyti, að um hennar
daga voru áhrif kvenna mikil í Kína. Á atjórnarárum
Wu drotningar, er kallaði sig »drotninguna goðbornu*,
komst fyrst rekspöiur á mentun kvenna þar í landi, þótt
fáir skildu um þær mundir, hvað gott mundi af henni
leiða. Drotning ljet einkis ófreistað, er auka mætti veg
kynsystra hennar, en stýrði þó ríkinu með styrkri hendi.
En er aldur færðist yfir hana, varð hún æ meir og meir
gagntekin af óstjórnlegri löngun til að auka veg sinn sem
mest. Það er í frásögur fært, að enginn mátti segja:
• Hennar hátign er fögur sem rósin*, heldur >rósin er
fögur sem hennar hátign*. Það var trúa hennar, að um
hávetur gæti hún breytt árstíðunum með því að skipa
sóleyjunum í hallargarði sínum að blómgast. En er blóm-
in skirðust við að hlýða, reiddist hún og skipaði að upp-
ræta hverja jurt í höfuðborginni. Sagt er, að upp frá þeitn
tíma hafi öldum saman ekki fundist ein einasta sóley i
grend við Chang-An (þar sem nú heitir Sianfu).
Frá því er Tang-ættin veltist úr völdum 905 e. Kr.
og til ársins 960, er Sung-ættin settist að stjórn, var ófritt
nokkuð I landinu. En með þessari ætt hefst eitt hið
mesta hagsældartímabil, og stóð i 300 ár. Fram til þessa