Skírnir - 01.01.1921, Síða 107
Skirnir] Fyiirlestui um Kína. 99
tíma höfðu ekki verið til aðrar bækur en handrit, eða
bindi af letruðum bambúsflögum. En nú, fyrata sinni,
var tekið að prenta bækur, og notaðar lausar trjáplötur.
Nokkrar af þessum elztu útgáfum eru enn til, og svo
dýrar sakir torgætis, að nærri má ótrúlegt þykja.
Tímabilið er einkum frægt fyrir skáldmentir; en 11.
°g 12. aldarinnar mun einkum verða minzt vegna þess,
að þá blómguðust mjög heimspekilegar bókmentir; er því
þetta timabil eins konar áframhald ljenstímans að þessu
leyti, en hans hefir þegar verið getið. Það mætti, ef til
vill, líkja stjórnarárum Tang-ættarinnar við hádegi mið-
sumardags, þegar ljómandi sólin vekur blómin með kossi,
og trjen eru í sínum fegursta skrúða. En hin næstu þrjú
hundruð ára minna aftur á móti mest á þuuglyndisblæ-
inn, er siðhaustið verpur á landið. Þá er Sung-ættin hefst
til valda, er söngþránni einhvernveginn horfinn hinn upp-
haflegi eldur og sjálfkraf, en í hennar stað ríkir nú vald
skynseminnar á sviði hins andlega lífs. Nú er það andi
gjörhyglinnar, rólegrar umhugsunar, er drotnar i aimætti
sínu, og mjög ber á í ritum Chu Hsi, þess er beztar skýr-
ingar hefir samið um siðfræðiskerfi Confuciusar.
Undir forystu Genghis Khan hins fræga áttu Mongól-
ar auðvelt verk að leggja undir sig ríki Kínverja; sett-
ust þeir að völdum í Kína árið 1260, og tóku sjer nafnið
Yuan. Um þessar mundir fara Kínverjar fyrst að kynn-
ast Vesturlöndum, er þangað kom Marco Polo, fyrstur
Norðurálfumanna; var honum tekið forkunnarvel, er hann
kom til Peking. Jafnvel hinir mongólsku drotnar kept-
ust um að sýna honum sóma, og sæmdu ferðalang þennan
nafnbótum. — Þegar Marco Polo kom aftur til Ítalíu, reit
hann hina fegurstu lýsingu á viðhöfn og skrauti hirðar-
innar í Peking, og varð það til þess, að margir lesendur
hans fetuðu síðar þá leið, er hann hafði á undan gengið. —
Á stjórnarárum Yuan-ættarinnar efldist Kínaveldi furðu-
lega að löndum, því að um þessar mundir gjörðust Korea,
Birma og Annam ljensskyld Kinverjum. Um þessar
mundir (1287) var hinn keisaralegi háskóli stofnaður og
7*