Skírnir - 01.01.1921, Síða 109
Sktrnir]
Fyrirlestnr nm Kina.
101
því á fót, og hjelzt þangað til nú fyrir skemstu. Verður
þess nánar getið síðar.
Eitthvert langmesta bókmentastórvirki þessa timabils
er »Yung-Lo Ta Tien«, er það furðulega stór alfræðibók,
og tekur yfir allar vísindagreinar, er þá voru kunnar. Að
samningu hennar unnu tvö þúsund visindamenn í fimm
ár. Efninu er skift í fjóra höfuðkafla: 1 »King« eða
siðareglur Confuciusar, 2. »Sze« eða Saga, 3 »Tze« eða
Heinispeki, 4. »Ch’i« eða bókmentir yfirleitt, og telst þar
með stjarnfræði, stærðfræði, landafræði, læknisfræði, trúar-
brögð, listir og iðnir. Alt er ritið 11000 bindi og hvert
bindi að stærð 1,8X12 þuml. og hjer um bil hálfs þuml-
ungs þykt, og samtals um ein miljón blaðsíður. »Jafnvel
annað eins stórvirki og Encyclopædia Britannica*, segir
enskur rithöfundur, »verður að engu, þegar hún er bor-
in saman við þetta furðulcga sýnishorn Kínversks
dugnaðar.*
Um 1583 rjeðust Mongólar norðan úr Manchuriu inn
í Kinaveldi og lögðu undir sig landið; mættu þeir lítilli
mótspyrnu, því að alt logaði þá í innanlands óeirðum.
Ch’ing-ættin, er nú settist að völdum, lagði svo fyrir, að
karlmenn skyldu hafa hárfljettu til marks um undirgefni
sína Margir föðurlándsvinir mótraæltu þessu, en það
kom fyrir ekki, og ýmsir þeirra urðu að þola píslarvættis-
dauða fyrir þessar sakir. En hinir mongólsku drotnar
hurfu brátt í þjóðarhafið kínverska; tóku þeir að mæla á
kinverska tungu, lögðu stund á bókmentir Kínverja og
sömdu sig í öllu að háttum þeirra. Á sínu máli
áttu þeir litlar eða engar bókmentir, að því er vii'ðist, og
hvarf því tunga þeirra smám saman og gleymdist loks
með öllu. Enn var það, að Ch’ingættin stjórnaði land-
inu á einskonar samvinnugrundvelli, því að kínverskum
embættismönnum voru falin ábyrgðarmikil störf jöfnum
höndum við hina útlendu starfsbræður þeirra.
Stjórnarár Ch’ing-ættarinnar eru og fyrir þær sakir
einkar merkilegt timabil í sögu þjóðar vorrar, að þá lýk-
»r einangrun Kínaveldis, því að samgöngur við Vestur-