Skírnir - 01.01.1921, Side 110
102
Fyrirlestur um Kína.
[Sklmir
lönd fara þá að aukast og áhrifa nútíðarmenningar að
verða vart þaðan. Eftir margar óheillastyrjaldir við
Evrópuþjóðir og Japana, er samið höfðu sig að háttum
Evrópumanna, vöknuðu Kinverjar upp við vondan draum,
og sáu, að róttækra endurbóta mundi við þurfa, er reistar
væru á grundvelli nútíðarmenningar, ef þjóðinni ætti að vera
borgið. Það mundi fylla mörg bindi bóka, ef lýsa skyldi
til fullrar hlitar hinum miklu stjórnmálaumbrotum, er
urðu 1911, og rekja til upptaka þá margvíslegu atburði,
er hafa haft svo djúp og víðtæk áhrif á líf og hugsunar-
hátt Kínverja alt frá þeirri stundu, er Austur- og Vestur-
landaþjóðum lenti saman um miðja síðastliðna öld. Hjer
verður ekki unt að lýsa nema i örfám orðum ástandinu,
sem að vísu tekur yfir alllangt timabil, þótt sviðið, sem
það náði yfir, sje ekki að sama skapi stórt. Marco Polo
var hinn fyrsti virðingarmaður vestrænn, er steig fæti
sinum inn fyrir landamæri Kinaveldis, og gerðist það á
stjórnarárum Yuan-ættarinnar. Undir lok 16. aldar sett-
ust Portugalar að á eyjunni Maco, er liggur undan Canton,
og hefir ey þessi verið í eigu þeirra æ síðan. Árið 1583
komu Kristmunkar til Peking, og var fyrir þeim Matteo
Ricci; voru þeir í vernd keisarans, og unnu hið þarfasta
verk, er þeir hreiddu út þekkingu ’á stjarnfræði og öðr-
um þeim vísindagreinum, sem þá voru kunnar í Vestur-
löndum. Með aðstoð þeirra var og um þessar mundir
reistur hinn fyrsti stjörnuturn í höfuðborg Kínaveldis.
Síðar reit M. Ricci bók um farir sínar til Cathay, en því
nafni hjet Kínaveldi á þeim dögum Bók þessa þekti
Burton sá, er ritaði »Anatomy of Melancholyc. Hin fyrsta
sendisveit kom til Kina frá Portúgal, og var það árið
1750, en síðar, 1792, gerðu Englendingar út sendisveit
þangað, og var foringi fararinnar Macartney lávarður.
Ópíumstyrjöldin átti rót sina að rekja til býsna harðvít-
ugra tilrauna af hálfu Breta til þess að lauma þessu skað-
semdarlyfi inn í land Kínverja; hófst þessi styrjöld 1839
og lauk árið eftir með þeim hætti, að Kínverjar urðu að
láta af hendi Hong-Kong, og leyfa erlendum þjóðum verzl-