Skírnir - 01.01.1921, Page 111
Skirnir]
Fyrirlestnr um Kína.
103
un í nokkrum hafnarborgum En þess er þó ánægjulegt
að minnast, að samvizka ensku þjóðarinnar hefir þó ekki
alveg kafnað í hinu banvæna andrúmslofti ágirndarinnar,
því að alt fram á þenna dag hafa margir hinna ágætustu
°g grandvörustu manna þar í landi aldrei lint átölum um
hinar svívirðilegu hvatir, er hröpuðu landi þeirra í styrj-
öldina. Hinn frægi enski sagnaritari J. R. Green segir
hreint og beint, að það hafi sært samvizku þjóðarinnar.
Samningurinn, sem gerður var í Nankin 1840, var nú
samt sem áður ekkiannaðenfyrirboðiyfirgangs Evrópuþjóða
og Japana í Kina, er stóð um 60 ára skeið, þangað til út yfir
tók árið l900, þá er Boxarauppreisnin hófst. Bretar höfðu gert
Wei-hai-wei að herskipastöð handa Asiuflotadeild sinni.
Frakkar lögðu undir sig Kwangchow Wan, en Þjóðverjar
gripu Kiautchou, er þeir gerðu sjer til handa sem mann-
gjöld fyrir tvo trúboða, er myrtir höfðu verið, og Rússar
°g Japanar sölsuðu undir sig auðsuppsprettur a)lar í Man-
churiu. Allir þessir atburðir og enn fleiri athyglisverð
tíðindi urðu á -síðasta helmingi 19. aldarinnar, og þó eink-
um undir lok hennar. En nú, þegar svo langt er frá-
liðið, getum vjer vel greint þetta tímabil i viðskiftasögu
vorri við Japana og Vesturlandaþjóðir í þrjá greinilega
kafla, þrátt fyrir alla ringulreið og moldviðri þessara örlög-
riku ára. Er þá fyrst að telja einangrunartímabilið, en
þvi lauk með ófriðnum milli Kínverja og Japana árið
1894 Að visu hafði land vort ekki verið með öllu lokað
fyrir áhrifum nútíðarinnar, en það voru hinar hörmulegu
afleiðingar styrjaldarinnar við Japana, er til þess leiddu,
að fyrir fult og alt var upptekin opingáttarstefnan i
Kína. Þá eru næst erjurnar frá 1894—1900. Á þessum
tíma hafði viðmót Kinverja við erlenda menn breyzt i
iippgerðarlotningu, en hafði áður verið opinber fjandskap-
ur; undir niðri ólgaði þó meðvitundin um yfirburði sjálfra
þeirra. Árangurinn af því að Kínverjar fóru hvað eftir
annað halloka í vopnaviðskiftum sinum við Vesturlanda-
búa var sá, að erlendir menn, sem að upphafi höfðu verið
álitnir hreinustu skrælingjar, tóku nú að fá orð á sig, að