Skírnir - 01.01.1921, Síða 112
104
Fyrirlestar nm Kina.
[Skirnir
þeir væru furðulega kunnáttusamir vjelfræðingar, og kæn-
ir mjög í allri hermensku, þótt þeir væri ekki neitt í
neinu á öðrum sviðum. En kenningar Confuciusar áttu
sitt traustasta vígi, þar sem voru hinir öldruðu fræðiþulir
Kínaveldis; hjeldu þeir jafnvel enn þá dauðahaldi í þá
trú, að Vesturlandabúar stæðu á lægra siðferðisstigi, þar
sem þeir væri augljóslega ókunnir kenningum vitrings-
ins Heimspekishöfðingjar Kinaveldis, er hjeldu um stjórn-
vöi kínverska ríkisins, ólu enn þá fánýtu von í brjósti,
að fyr eða síðar rynni upp sá dagur, er leikið yrði á hina
vestrænu broðháfa og þeir reknir úr landi fyrir fult og
alt, þrátt fyrir alla hermensku þeirra Af þeim andlega
óróa, er leiddi af baráttunni milli yfirskynsvináttu og rót-
gróinnar hefnigirni, var sprottin Boxarauppreistin 1900,
en hennar markmið var það að reka úr landi alla erlenda
menn og skyldi heita á æðri öfl til brautargengis. Svo
var æðið mikið og ákafinn magnaður bæði stjórnar og
þjóðar, að Boxurum var um stund hvervetna fagnað sem
frelsurum landsins, en þeir studdust eingöngu við pappírs-
hermenn, töfraljósker og Taómanna-kukl og hjeldu vera
öflugra, en sterkustu herskapartæki. En hinir fáu, er bet-
ur vissu, andvörpuðu og fyltust örvæntingu, er þeir sáu
ógæfuna, sem vofði yfir landinu, en gátu þó eigi afstýrt.
Líklega á sagan ekkert hliðstætt dæmi þessu, er heil þjóð,
eins og leidd af ósýnilegri illsvita hönd, gengur með því-
líkum guðmóði að tortímingarstarfi sjálfrar sín. Eins og
við mátti búast, um slíka fásinnu, lauk Boxara-uppþotinu
með skjótum og algjörðum sigri Vesturlandaþjóða Um
Peking var farið með ránum. Og keisarinn varð að flýja
til Siangfu með fjölskyldu sina.
Með ósigri Boxara hefst það tímabil, sem jeg ætla að
kalla eftirlíkingartímabilið, og er það þriðja
tímabilið í greinargerð minni. Nú hafði Kínverjum loks-
ins verið færður heim sannurinn um það, að sjálfstæði
þjóðarinnar væri háski búinn, nema þjóðin aðhyltist ein-
huga nútíma umbætur, og henni var sýnt og sannað, að
greiðasti vegurinn að þessu takmarki væri sá, að fara til