Skírnir - 01.01.1921, Page 113
Skirnir]
Fyrirlestnr nm Kína.
105
erlendu þjóðanna, er þeir höfðu áður fyrirlitið, og stunda
nám hjá þeim með þolinmæði fyrst um sinn. Því var
það, að árið 1901 voru hin fornfrægu ríkispióf afnumin,
°g í þeirra stað gerð nýtízku skipun á mentamálum öll-
um. Þá voru og upp teknar ráðagerðir um nýja skipun
á hernum, og enn voru ræddar breytingar á gjaldeyri.
Stjórnin sendi æ fleiri og fleiri unga menn utan til fram-
haldsnáms eða vísindalegra rannsókna, er það þótti lík-
legt, að frekari mentun mætti þeim að haldi koma. Nýtt
fjör færðist í ýmsar innlendar iðnaðargreinir, svo sem te-
rækt, silki-iðnað og postulinsgerð.
Nýbreytni um stjórnarfar hjeraða og borga var tekin
upp og hepDaðist vel í stórborgunum og hafnarbæjum
þeim, er opnir voru erlendum viðskiftum Og það má
með sanni segja, að stórfeldar breytingar eftir nýtízku-
fyrirmyndum voru nú efstar á dagskrá þjóðarinnar. Þess-
ar látlausu eftirlíkingar eftir Norðurálfuþjóðum og Vestur-
heimsmönnum hófust fyrir nærfelt 20 árum, og má svo
kalla, að þær hafi einkent Kinaveldi æ síðan. Stjórnar
byltingin 1911, sem steypti Manchu-ættinni, var að eins
sjálfsagður liður í þessari stjórnmálaframþróun. Margir
drotnar af Manchu-ættinni voru afturhaldssamir, en óstjórn
þeirra hafði fyrir löngu sannfært hina áköfu byltingar-
menn um það, að þrátt fyrir allar umbæturnar, sem verið
var að koma í verk í Kína, þá mundí þó ekkert annað
duga til hlítar, en róttæk breyting á stjórn landsins. Fyrir
því var það, að Wuchang-uppþotið 1911 breiddist um
landið sem eldur i sinu. Alþýðan bar ekki við að draga
dul á fyigi sitt við hina nýju leiðtoga. Keisaraherinn
veitti lítið eða ekkert viðnám. Fylling timans var kom-
og á skemri tíma en tveim mánuðum, eða 10. októ-
ber, var hinu elzta ríki breytt, svo sem væri það með
töfrura gert, í yngsta lýðveldið á jörðu hjer, og dr. Sun-
Yat-Sen kosinn fyrsti forseti þess til bráðabirgða Róm
var ekki reist á einum degi, og þá var þess ekki heldur
að vænta, að breyting á stjórninni fengi í einni svipan
öllu því til vegar komið, er hinir áköfu lýðveldissinnar