Skírnir - 01.01.1921, Page 114
106
Fyrirlestnr um Kina.
[Skirnir
vor á meðal höfðu vænst og látið sig dreyma um. En
öllum sönnum vinum Kínverja hlýtur að vera það gleði-
efni að vita, að ekki þarf nema tíma og þoiinmæði til
þess að lúka þvi mikla starfi, sem framundan oss er,
þegar vjer höfum komið á hjá oss þingræðisstjórn. Það
er því ekki kyn, þótt enn sje þjóðarmeðvitund Kinverja
á hvörfum. Allir þeir, sem hlutdrægnislaust líta á aga
og óeirðir siðustu undanfarinna ára, játa að þær sjeu að-
eins tákn og merki stórfeldra breytinga, er vjer höfum
sjálfir hrundið af stað til þess að komast í betra samræmi
við kringumstæður vorar, eins og þær eru nú, og vaktar
eru af sömu nútíðaráhrifum sem þeim, er steyptu keis-
ara stjórninni hjá oss.
Þessu stutta yfirliti yfir sögu Kínaveldis þykir mjer
hlýða að láta fylgja stuttorða lýsingu á eÍDkennum vor-
um þeim, er í sameiningu auðkenna oss sem þjóð, og er þá
fyrst að telja: Ræktarsemi við foreldra. Con-
fucius telur upp átta dygðir: ræktarsemi við foreldra, bróður-
ást, drottinhollustu, sannsögli, kurteisi, rjettlæti, veglyndi
og lítillæti. Eins og sýnt hefir verið stendur ræktarsemi
við foreldra fremst allra þessara dygða, því að hún er álitin
ómissandi skilyrði siðferðislegs þroska, en án hans hljóta
allar aðrar dygðir að spillast. Undirrót þessarar tilfinn-
ingar vírðist vera fremur þakklátssemi en ósjálfráð ást.
Frá sjónarmiði Kinverja er því óhlýðni við foreldra ein-
stætt dæmi vanþakklætis. Þúsundum ára saman hefir
þessi undirstöðudygð verið með ráðnum hug innrætt ung-
lingum um endilangt Kínaveldi, og þannig verið sjálfsagð-
ur þáttur í mentun allra landsins barna. Jafnskjótt sem
börnin i Kína eru orðin svo gömul, að þau geti farið að
að sækja skóla, verða þau að læra utanbókar »Tuttugu og
fjögur fegurstu dæmin i breytni við foreldra«, og er eftir-
farandi saga gott sýnishorn þeirra:
• Drengur er nefndur Puh Yú. Hann var óhlýðinn,
og einhverju sinni refsaði móðir hans honum með vendi.
En við fyrstu höggin tók drengurinn að gráta beisklega.
»Jeg hefi oft refsað þjer þunglegar en nú, en þjer hefir