Skírnir - 01.01.1921, Page 115
Skirnir]
Fyrirlestur um Kína.
107
■varla nokkurn tíma vöknað um augu. Hví er það þá, að
nú sýnist þig verkja svo mjög« ? spurði móðir hans hissa.
Henni til undrunar svaraði hann: »Jeg græt, ekki af því
að þú hafir barið mig fast, heldur af því að þú hefir alls
ekki barið mig fast. Af ljettum höggum þínum ræð jeg,
hve hröðum fetum afl þitt fjarar, og það hryggir mig*.
Hjer kemur önnur saga um sama efni: Drengur hjet
Wang Hsiang, og hafði lengi orðið að þola harðstjórn
stjúpmóður sinnar, en svo leit út, sem enginn endir ætlaði
á að verða ofsóknum hennar. Einn kaldan vetrarmorgun
hafði snjór fallið og vatn alt var frosið. Fær þá stjúp-
móðir drengBÍns alveg óstjórnlega löngun til að bragða
vatnakarfa, en nú voru þeir horfnir af torginu, með því
að hlje varð á veiðunum sakir vetrarharðindanna. Hún
vis8i um erfiðleikana, en þó varð að láta eftir dutlungum
hennar. Drengnum var þegar skipað að ná í tvo vatna-
karfa. Wang litli var alveg ráðalaus, en datt þó sízt í
hug að óhlýðnast foreldri sínu. Fór hann nú að leita og
kom loks að tjörn í nágrenninu, en honum til skelfingar
var hún þakin þykkum isi. Drengurinn fór þegar af
klæðum og stökk út á isinn í þeirri von, að ísinn mundi
láta undan, svo að hann gæti kafað eftir fiski
Drotni sjálfum fanst svo mikið til um hið sonarlega
hugarfar drengsins, að þegar spratt upp vatnið við fætur
honum, og tveir forkunnar miklir vatnakarfar gengu þeg-
ar í greipar honum — Það er gleðilegt til þess að vita,
a& sagan fullvissar oss um, að stjúpmóðir Wangs hafi
komist svo mjög við af ræktarsemi drengsins, að æ siðan
hafi hún verið honum góð.
Auk þessara fyrirmyndardæma, sem ætlast er til að
hver drengur kínverskur líki eftir, eru og í ritum Con-
fuciusar og Menciusar og allra merkis-rithöfunda þaðan í
frá fjölmargar hvatningar í sömu átt. Lotning fyrir for-
feðrunum hefir orðið bein afleiðing af þessu, svo r.ð kalla
má. að þeir hafi verið hafðir fyrir guði. Þessi venja hefir
af sjer leitt hina alkunnu forfeðradýrkun í Kina, sem í
sinni klúrustu mynd svipar mjög til athæfis Buddapresta