Skírnir - 01.01.1921, Page 116
108
FyrirleBtur nm Kína.
[Skirnir
og Taóklerka. En hitt er vafalaust, að í sinni fegurstu
mynd hefir hún verið vakin af kenningum Confuciusar,
og það er hverju orði sannara, er prófessor G-iles segir,
að svo megi næst heita, að meðal Kínverja sje ræktar-
eemi við foreldra hyrningarsteinninn undir borgaralegu lífi
þeirra og stjórnmálum. Sje henni svift burtu, hrynur
starf margra alda í grunn niður.
Annað einkenni vort er sannarlegt þjóðræði,
sem hvílir á grundvelli andlegra yfirburða Hin kinverska
þjóð hefir löngum skifzt í fjóra flokka, og eru þá fyrst
taldir lærðir menn, þá bændur, iðnaðarmenn og síðast
kaupmenn. Lærðu mennirnir eða vísindamennirnir mundu
svara til heimspekmganna í »lýðveldi< Platós. Þeir hafa
jafnan stýrt Kínaveldi, sakir andlegra yfirburða sinna.
Næstir þeim eru bændur, og eiga þeir virðingu sina
að þakka þeirri kenningu vitringa vorra, >að þá er
þrifa von, ef þjóð ei sveltur*. Þegar á dögum Han-
ættarinnar var sveitabúskapur talinn >undirstaða alls iðn-
aðar«, en kaupmenn voru kallaðir »torg-þorparar«, vegna
þess að þeir hugsuðu um það eitt, að auðgast á skiftingu
vöru þeirrar, er bændut’ og iðnaðarmenn höfðu þegar
framleitt En í Kina hefir flokkaskiftingin þó aldrei ver-
ið neitt viðlíka eins ströng og A Indlandi, og í reynd-
inni hefir aldrei verið neitt þar, er kalla mætti >Þránd í
Götu« þeirra manna, er hefjast vildu úr einni stjett mann-
fjelagsins upp í aðra. Hinn sanni lýðveldisblær þjóðBkipu-
lags vors má vera augljós hverjum þeim, sem hefir það
hugfast, að í Kína er hver einasti nokkurn veginn efni-
legur unglingur hvattur til að afla sjer mentunar, þvi að
öll hin kínverska þjóð ber hina mestu lotningu fyrir lær-
dómi.
Fyrir daga stjórnarbyltingarinnar var hver sá náms-
maður, sem vel gekk við rikisprófin, þegar skipaður i
ábyrgðarmikla, opinbera stöðu, hverrar stjettar sem hann
var; aflaði hann þannig sjálfum sjer og sveit sinni hinn-
ar mestu sæmdar í vorum augum Og i sögu þjóðar vorr-
ar má vissulega sjá fjölmörg dæmi þess, er menn lítillar