Skírnir - 01.01.1921, Síða 117
Skirnir] Fyrirlestur um Kína. 109
ættar hafa, fyrir sakir gáfna sinna og lærdóras, að lok-
um komist til hinna æðstu metorða og stýrt málefnum
þjóðar vorrar. Og alt fram á vora daga hefir þessi lotn-
ing fyrir mentun, samfara kappsamlegri löngun til þess
að styðja sem mest að þroskun þeirra náttúrugáfna, er
Með manni búa, verið þjóðareinkenni vor á meðal, og
Ensetti það virðast því ólíklegra, sem almenningur fólks í
Kína hefir ekki ennþá getað orðið hluttakandi í blessun
nútíðarmentunarinnar ásamt þeim stjettum, sem betur eru
settar. Hinn eini heilbrigði grundvöllur sannarlegs þjóð-
ræðis er það, að viðurkenna andlega yfirburði. Prófessor
Ross farast orð á þe3sa leið: »Lýðvaldsríki eru svo nefnd,
ekki fyrir þá sök, að engin ráðandi stjett manna sje til í
landinu, heldur af hinu, að sú stjett, er með völdin fer,
hefst fyrir samkepni framar en erfðir*.
Því var það, að þá er Kína gerðist lýðveldi, var
þjóðin búin undir breytinguna, þótt erlendir menn Ijetu
lajög aðra skoðun í Ijós Sú kenning Meneiusar, að þjóð-
in sje mikilsverðari en drotnar hennar, og af því verði
þeir að lúta henni, ber þar ávöxt, er »alþjóð velur stjórn
æeðal allrar þjóðarinnar og handa allri þjóðinni*.
Af ofangreindum orðum má ráða, að snemma hefir
vaknað með Kínverjum hugmyndin um vel unnin störf í
þágu almennings. En sá einn gat orðið embættismaður
þjóðarinnar, er sjer hafði' aflað æðri mentunar og sanuað
og sýnt, að hann kynni að hagnýta sjer slíka mentun.
Þriðja einkenni vort er: Friðsemin. í stjetta-
skiftingu þeirri, sem áður er getið, hafa menn ef til vill
veitt því eftirtekt, að hermenn eru eKki nefndir á nafn,
og er þeim þó skipað í sjerstakan, mikilsverðan flokk í
lýðveldi Platós. Þetta er athyglis vert, og skýrir vel
kínverska máltækið: »Eigi eru úr góðu járni gerðir nagl-
ar, nje úr góðum drengjum hermenu*.
Vjer erum yfirleitt friðsöm þjóð, og mjög fjarri er
það skapi voru að berjast til landa. Eins og saga vor
ber með sjer, hefir sjálfsvörnin ein knúð oss til hernaðar.
Erlenda menn hefir oft furðað á þolinmæði vorri, er þeim