Skírnir - 01.01.1921, Síða 118
110
Eyrirlestar um Kíiia.
[Skirnir
hefir yirzt takmarkalaus, svo að vjer höfum getað sætt
oss við *nálega hvað sem er«. Vjer, Kíuverjar allir, fyrir-
dæmum styrjaldir, enda álítum vjer þær með öllu óverj-
andi. Frá sjónarmiði sálarfræðinnar verður að fullnægja
bardagahvötinni En styrjaldir uú á tímum eru háðai'
með vísindalegum tækjum, og því horfnar þeirri fegurð,
er sjá mátti, þá er menn gengust í gegn í höggorustu,
eins og títt var í fyrndiuni, og því veitir hernaður nú
litla svölun þessari eðlishvöt. En á hinn bóginn er þess-
um styrjöldum samfara óumræðileg eymd og þjáningar,
bæði aðiljum sjálfum og hinum, er sitja hjá. En sje á
styi jaldir litið frá sjónarmiði líffræðinnar, verður þeim enn
síður bót mælt, því að það er deginum ljósara, að það er
kjarni þjóðarinnar, sem kvistaður er niður eða örkumlað-
ur, en hiuir, sem eigi eru vopnfærir, eru undanskildir
herþjónustu. Af þessu hlýtur að leiða, að bæði hnignar
kynslóðinni og þjóðinni yfirleitt.
Þegar einstaklingar deila nú á tímum, leita þeir að
sjálfsögðu til dómstólanna. En hvernig kom sá siðui upp
í fyrstu? Hann hlýtur að hafa verið dreginn af dæmum,
er sett höfðu verið síðari kynslóðum af slíkum mönnum,
sem vai' Gfunnar á Hlíðarenda og Njáll, aðalpersónurnar í
einni af sögum yöar, því að í mörgum deilum sinum ljetu
þeir sjer vel líka dóm alþingis, þótt þeim væri eins heim-
ilt að láta vopnin skera úr Sú er sannfæring vor, að
það sem á hefir unnizt í viðskiftum einstakra manna á
meðal, eigi jafn sannlega við í deilumálum þjóða á milli
á komandi tímum. Ekki getur heldur hjá því farið, að
slíkur alþjóðahæstirjettur sem þjóðabandalagið breiði enn
frekar út og styrki þá vaxandi skoðun, er fyrirdæmir
hernað; en á þeirri skoðun bar mjög, bæði meðan stóð á
Evrópustyrjöldinni og nú síðan.
Hinn mikli spekingur vor, Mencius, segir: »Þegar tvær
þjóðir eiga ófrið, vill stundum til, að önnur hefir eigi jafn-
rangt fyrir sjer sem hin; en hitt getur aldrei borið við,
að báðar sjeu alsaklausar.* Um margar liðnar aldir höf-
um vjer staðfastlega varðveitt hin fornu einkenni vor, með-