Skírnir - 01.01.1921, Side 119
Skirnir] Fyrirlestur um Kína. i 11
fædda virðingu fyrir lögum og andstygð á blóðsúthellingum.
Það var því í rauninni óþekt í sögu Kinverja að berjast til
landa, nema þá stund, er Mongólar rjeðu rlkjum vorum
á 13. öld.
Eigi girnumst vjer, Kínverjar, að þröngva hugmynd-
um vorum og liugsjónum upp á aðrar þjóðir, en vjer
viljum einungis hafa fult frelsi til þess að ráða fram úr
vorum málum sjálfir. Þótt oft höfum vjer verið sárt leikn-
ir, hefir markmið vort verið, og er enn, að hagnýta
088 á friðsamlegan hátt hinn takmarkalausa auð vorn,
bæði andlegan og hinn, sem fólginn er í skauti lands vors,
— til blessunar mannkyninu yfirleitt, svo að vjer getum
orðið samferða þjóðum Evrópu og Ameríku á götunni
»fram eftir veg« menningarinnar. — Aður en jeg lýk
Qiáli mínu, vil jeg leyfa mjer að bera yður hjer i kvöld
velvildar og vináttu orð kínversku þjóðarinnar, er kveð-
ur yður þessum orðum Schillers:
»Seid uraschlungen, Míilionen!
Diesen Kuss der ganzen Welt!«
[Höfundur þessarar greinar er ungur Kínverji, sem um undan-
farin ár hefir stundað nám í Oxford og í Edinborg. Hann er einn
meðal margra ungra námsmanna, sem Kínastjórn hefir sent til Ev-
rópu, til þess að kynna sjer vestrœna menningu. í fyrra sumar
kom hann hingað til lands, og hjelt þá hjer í Reykjavík fyrirlestur
þann, sem prentaður er hjer að framan. H*nn er kvæntur íslenskri
konu, Oddnýju Erlendsdóttur frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi. —
Pyrirlesturinn er frumsaminn á ensku, en Bogi skólakennari Ólafs-
son hefir þytt hann á íslensku. — E i t s t j.].