Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 123
114
Eirikur Briem.
[Skirnir
nærri, því að hann var óvanur slíku úr föðurhúauœ. En
næsta vetur lærði hann að borga fyrir sig í sömu mynt
En þá vildi einu einni svo til, að piltur einn, sem hann
átti orðastað við, varð svo hamslaus af bræði, að hann
fekk krampa og froðufeldi. Fjekk það svo mjög á Eirík,
að hann einsetti sjer að gjalda aldrei framar beiskyrði við
beiskyrðum, og mun hann hafa efnt það rækilega um æf-
ina. Annan veturinn, sem hann var i skóla, kyntist hann
Jóni Einari Jónssyni frá Steinnesi, orðlögðum gáfumanni,
og voru þeir allaamrýmdir um hríð. Þriðja veturinn batt
hann vináttu við Jón Bjarnason, er síðar varð preatur í
Winnipeg og formaður hins evang. lút. kirkjufjelags ís-
lendinga i Vesturheimi. Hjelzt bú vinátta meðan þeir
lifðu báðir. Eiríkur var i lærða Bkólanum frá 1860—63,
en leiddist Bkólavistin. Veturinn 1863 — 64 laa hann utan
skóla hjá foreldrum eínum á Hjaltastöðum í Skagafirði, en
þá sýslu hafði faðir hans fengið 1861. Vorið 1864 fór
Eiríkur suður til að taka stúdentspróf, og lauk því þá um
sumarið, ekki fullra 18 vetra.
Meðan Eiríkur var i skóla, var hann á sumrum smali
hjá foreldrum sínum, og þakkar hann það smalamensku
8inni á uppvaxtarárunum, hve ljettur hann er enn á fæti,.
þótt hann sje nær hálfáttræður að aldri. Á smalaárum
sinum orti Eiríkur viau þessa:
Gott er veðrið, gaman, gaman!
greiðast ský frá sól,
ærnar renna allar saman
ofan á kviaból.
Á Hjaltastöðum gekk Eirikur að slætti með vinnu-
mönnum síðustu árin, sem hann var þar, og stóð þar
stundum í tjörn einni í vatni upp undir mitti og sló, að'
því er systir hans, frú Elín, hefir sagt mjer.
Veturinn 1864—65 kendi Eiríkur systkinum sínum á
Hjaltastöðum, og þar að auki bjó hann 2 bræður sína, Ólaf
og Halldór og 2 aðra unga námsmenn undir skóla. Mun hann
þá enn ekki hafa verið fullráðinn i, hvert nám hann ætl-
aði að leggja fyrir sig, og móðir hans, frú Ingibjörg, var