Skírnir - 01.01.1921, Page 124
Skirnir]
Eirikur Britm.
115
þess fýsandi, að hann sigldi og læsi dönBk lög. En þá
kom fyrir atvik eitt, er breytti þeirri ráðagerð. Eiríkur
fjekk i kaupstað á Grafarósi í umbúðir utan um nokkra
vindla, sem hann keypti, eina örk af Hagenbach’s kirkju-
sögu. Fjekk þessi örk honum svo mikið að hugsa, að
hann fjekk bók þessa að láni hjá Davíð Guðmundssyni,
fyrverandi kennara sínum. Þegar hann svo hafði lesið
bókina, var hann fastráðinn í að lesa guðfræði. Veturinn
1865—66 bjó Eiríkur sig heima undir prestaskólanám og
leysti af hendi hið svo nefnda »tentamen« og undirbún-
ingspróf undir prestaskólann um vorið, og lauk svo burt-
fararprófi við prestaskólann sumarið 1867 með fyrstu ein-
kunn.
Sama haustið varð hann skrifari hjá Pjetri biskupi
Pjeturssyni og gegndi þeim starfa 1 nærfelt 7 ár. Gerðist
Eiríkur allhandgenginn biskupi og telur hann verið hafa
œikinn ágætismann, sem vildi lifa í sátt og samúð við
alla menn, og láta engan synjandi frá sjer fara. Biskup
hafði til að vera örlátur og jafnvel stórtækur, þegar hann
8á að menn áttu bágt. Hann var árrisull og reis jafnaðar-
lega úr rekkju um eða fyrir miðjan morgun, og samdi
flest það, er hann ritaði þessi ár, á morgnana. Hann ljet
aldrei dragast úr hömlu að svara nokkru embættisbrjefi,
og skrifaðist þar að auki á við fjölda presta út um alt
land. Skrifstofutími hjá biskupi var þá 9—2 og 4—7 og
byrjunarlaun biskupsskrifara voru 600 kr á ári, síðan 720
kr. og loks frá miðju ári 1871 til april loka 1874 840 kr.
á ári, eða 70 kr. á mánuði. Fyrstu árin, þegar lítið var
að gera í skrifstofutímanum, kynti hann sjer allvel bisk-
upsskjalasafnið. Síðar vann hann þar í hjáverkum sín-
um, þegar lítið eða ekkert var að gera, að þýðingu hinn-
ar postullegu trúarjátningar eftir Lisco. Árið 1868—69
samdi Eirikur reikningsbók sína, sem notið hefir mikilla
vinBælda hjer á landi og komið út í 10 útgáfum
(fyrri parturinn). Þá ritaði hann og þýddi ýmsar greinar
í »Kristileg smárit*, og samdi árið 1869 »Frjettir frá Is-
landi«. Ritaði hann þar svo óvilhalt um stjórnarbarátt-
8*