Skírnir - 01.01.1921, Side 125
116
Eiríkur Briem.
[3kírnir
una, að sumir fundu það að ritinu, að ekki væri unt að
sjá af því, á kvora sveifina höfundurinn hallaðist. Annars
las Eiríkur mjög mikið þesai ár, einkum bækur og rit
sögulegs- og stjórnfræðilegs efnis, er Brockhaus’ bókaverzl-
un í Leipzig hafði þá fyrir skemstu gefið Stiftisbókasafn-
inu, einnig ýmis skáldskaparrit, svo sem rit Schillers og
Henriks Ibsen, er hann hefir alla æfi haft miklar mætur
á. Um þessar mundir tók Eiríkur upp á eigin spýtur að
lesa stýrimannafræði, því að hann taldi engu síður nauð-
synlegt, að á Suðurlandi væri einhver, sem gæti veitt
efnilegum sjómönnum tilsögn í stýrimannafræði, en á
íforður- og Vesturlandi. Útvegaði hann sjer því kenslu-
bók í þeirri grein, eftir I. C. Tuxen, las hana og lærði,
og kendi svo árin 1871—74 nokkrum ungum sjómönnum
stýrimannafræði. Einn þeirra var Markús Bjarnason, hinn
þjóðnýti fyrsti forstöðumaður sjómannaskólans í Reykja-
vík Gekk Markús 1873 undir stýrimannapróf hjá sjó-
liðsforingjum á danska herskipinu Fyllu, og stóðst það vel.
Þessi ár fylgdist Eiríkur vel með í öllu, sem gerðist
á þinginu og í stjórnmálum vorum, þótt ekki legði hann
þá neitt til þeirra mála. En allar pólitískar æsingar, er
einkum voru mikil brögð að 1872, leiddi hann algerlega
hjá sjer.
Eiríkur var þá einna samrýmdastur þeim Jóni Bjarna-
syni, sem áður er getið, Valdimar Briem frænda sínum,
nú vígslubiskupi að Stóranúpi, Sigurði Guðmundssyni mál-
ara og Jóni Ólafssyni ritstjóra. Þeir Eiríkur og Jón
Bjarnason voru sambýlismenn í 2 ár eftir að Jón hafði
lokið stúdentsprófi. Þó að þeir væri menn óskaplíkir, fór
einkar vel á með þeim. Voru það einkum ýmis andleg
áhugamál, sem þeim varð tíðrætt um. Jón hneigðist þá
að skynsemi8stefnu í trúmálum, en Eiríkur meira að bók-
stafstrú. Síðan breyttist þetta á annan veg, eíns og kunn-
ugt er. Jón Ólafsson og Eiríkur voru í þá daga oftast á
öndverðum meið í stjórnmálum, en ekki spilti það vin-
áttu þeirra. Eiríkur þekti og vel Kristján Jónsson skáld.
Hófst kunningsskapur þeirra aðallega 1867—68. Telur