Skírnir - 01.01.1921, Page 126
Skirnir]
Eirikar Bri«m.
117
hann Kristján einhyern hinn viðkvnningarbezta og skemti-
legasta mann, sem hann hafi þekt. Kristján var maður
ljettlyndur, en næmur fyrir utanaðkomandi áhrifum, og
fetlar prófessor Eiríkur, að honum hafi verið eiginlegra að
yrkja kvæði eins og »Nú er frost á Fróni« en heimsá-
deilu- og gremjukvæði. Kristjáni var ósköp ljett um að
yrkja, og mátti heita að ljóðin rynni upp úr honum.
Hann var gleðiraaður mikill og ærið ölkær, en einkar
góður við vín. Á skólaferðum var hann jafnan foringi
fararinnar og hrókur alls fagnaðar. Sama veturinn, sem
Kristján ljezt austur á Vopnafirði, dreymdi Eirik, að hann
kæmi til sín alveg hvítur fyrir hærum, en annars kátur
og glaðlegur, eins og hann átti vanda til. Eiríki þótti
draumurinn leiðinlegur í svefninum, en lagði ekki frek-
ara upp úr honum. Með næsta pósti frjetti hann lát
Kristjáns.
Litt vandi Eiríkur þessi ár komur sínar i önnur hús
í Reykjavík. Þótti honum beimsóknir taka of mikinn
tíma frá sjer, enda hafði hann oftast nær annað að sýsla.
Aftur á móti var hann tíður gestur í málfundafje-
lagi einu, er þá var i Reykjavík og »Kvöldfjelagið« nefnd-
ist. Voru i því flestir hinir yngri mentamenn bæjarins.
Formaður þess var Helgi Helgasen, sem lengi var barna-
skólastjóri í Reykjavík, en gjaldkeri Oli Finsen, er síðar
varð póstmeistari. Fundir voru haldnir á hverju laugar-
dagskvöldi, og stóðu jafnaðarlega frá kl. 8—101/*. Var
kosinn frummælandi til þess að flytja erindi um eitthvert
ákveðið efni og 2 andmælendur. Af eldri mönnum sóttu
þeir Páll Melsteð sagnfræðingur og Gisli kennari Magnús-
8on oft fundi fjelagsins, annars komu þar margir stúdent-
ar og einstöku skólapiltar. Eirikur fiutti þar oft erindi
bæði sögulegs efnis og um stofnun sparisjóðs í Reykjavik,
sem hann vildi ekki að Kvöldfjelagið byndist fyrir, eins
og sumir fundarmenn vildu. Fundir þessir voru haldnir
í einum bekk í barnaskólahúsinu gamla í stræti því, er
nú nefnist Pósthússtræti.
Árið 1873 sótti Eiríkur biskupsskrifari, meðfram fyrir