Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 127
X18
Eiríkur Briem.
[Skírnir
fortölur síra Davíðs Guðraundssonar, hins gamla kennara
síns. um Þingeyraklaustur og fjekk veitingu fyrir því 14
júli. En af því að biskup gat lítt mist hann það ár, tók
hann ekki við brauðinu fyr en árið eftir, og var vígður
þangað 3. maí 1874 Síra Eiríkur setti því næst bú í
Steinnesi og brá sjer suður til Reykjavíkur þá um vorið
til þess að ganga að eiga unnustu sina, ungfrú Guðrúnu,
dóttur Gísla Iæknis Hjálmarssonar og konu hans Guð-
laugar Guttormsdóttur. Fyrsta árið, sem þau hjón voru i
Steinnesi, bjuggu þau að eins á hálfri jörðinni, en á hinni
hálflendunni bjó Jakob Helgason og kona haus Elízabet
Olafsdóttir. Þau hjón voru vel greind og kunnu vel til
búskapar, og telur síra Eiríkur, að hann og kona hans
hafl haft mikið gagn af þeirri sambúð Brátt kom það í
ljós, að sira Eiríkur hafði mikinn áhuga á búskap og var
mesta búmannsefni, að því er skilorðir nágrrannar hans
hafa greint frá. Hann hafði ánægju af að leggja niður
fyrir sjer búskaparáætlanir og framfylgja þeim, eins og
grein hans »Um verð á heyi« í fimta árgangi Búnaðar-
rits Hermanns Jónassonar ber vitni um. Síra Eiríkur
byrjaði búskapinn með 100 fjár. en eftir 6 ár var sauð-
fjáreign hans orðin 430. Er hann var orðinn búandi á
öllu Steinnesinu, hafði hann að jafnaði 4—5 kýr, en ekki
nema 5-6 brúkunarhross og 1 reiðhest. Síra Eiríkur
gerði töluverðar jarðabætur í Steinnesi. Þegar hann kom
þangað, var talið, að rúmur helmingur engjanna væri votur,
en 1877 var hann búinn að þurka þær allar, og 1878 var
komin áveita á þær. Síra Eiríkur telur jarðabætur þe3S-
ar hafa borgað sig, þó að hann nyti þeirra ekki lengar en
raun varð á, ogenginn eyrir væri lagður til þeirra af opinberu
fje. Þó að tekjur síra Eiríks af brauðinu væri ekki nema
rúmar 950 krónur á ári, að frádregnum eftirlaunum til
prestsekkju í brauðinu, jukust þó efni lians töluvert þessi
ár fyrir ráðdeild hans og forsjá. Það mun og hafa stutt
allmikið að uppgangi hans, hve heppinn hann og kona
hans voru með hjúahald. Höfðu þau jafnaðarlega fjóra
vinnumenn og fjórar vinnukonur. Síðasta árið, sem síra