Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 128
®klrnir]
Eirikur Briem.
119
Eiríkur var í Steinnesi, gaf hann saman 3 vinnumenn
sína og 3 vinnukonur, en 4. vinnukonan fór suður með
þeim hjónum og var síðan hjá sira Eiríki eftir lát konu
hans, unz hann brá búi. Af hjúum þeim, sem voru hjá
aira Eiriki í Steinnesi, má nefna Hallgrím Hallgrimsson í
Hvammi í Vatnsdal, sem á seinni árum hefir verið ein-
hver hinn mesti bóndi í Húnaþingi, og konu hans Sigur-
laugu Guðlaugsdóttur.
Á prestsskaparárum sinum i Steinnesi kendi síra Ei-
ríkur nokkrum piltum undir skóla og nokkrum sjómönn-
um stýrimannafræði. Hafði hann ’jafnaðarlega 3—4 sveina
til kenslu á ári. Einn þessara pilta, Odd Jónsson, síðar
lsekni, kostaði síra Eiríkur síðan í skóla. Faðir Odds var
bláfátækur og gat ekki kostað son sinn til náms, en síra
Eiríki fanst svo mikið koma til námsgáfna hins unga
sveins, að hann tók hann að sjer.
Ár þau, er sira Eirikur var í Steinnesi, var hann mik-
ið riðinn við ýmis sveita- og hjeraðsmál. Þannig var
hann aðalhvatamaður þess, að verzlunarfjelaginu við
Húnaflóa var á fundi á Stóruborg í febrúarmánuði 1875
skift í Grafaróss og Borðeyrarfjelag. Fund þennan sátu
50 — 60 kjörnir fulltrúar svæðis þess, er verzlunarfjelagið
náði yfir, norðan frá Fljótum og suður 1 Leirársveit. Síra
Eirikur var formaður nefndar þeirrar, er sett var til að
undirbúa skiftinguna, og störfuðu fjelögin eftir það nokk-
ur ár hvort í sínu lagi.
Um þessar mundir voru Húnvetningar mjög hræddir
við kláða þann, er vart hafði orðið við í Borgarfirði sunn-
an Hvítár. Eftir ráðstöfun yfirvaldanna hafði sumarið
1875 verið settur vörður við Hvítá, sem kostaði Húnvetn-
iuga 10 aura á hverja kind. En vörður sá hafði reynzt
ótryggur. í febrúar 1876 var sýslunefndarfundur haidinn
á Stóruborg í Húnavatnssýslu, til þess meðal annars að
ræða um þetta mál. Þangað komu 3 fulltrúar úr ofan-
verðri Borgarfjarðarsýslu til að fá loforð Húnvetninga
fyrir skaðabótum, ef þeir skæri niður kláðasjúkt fje, sem
gengið hafði á afrjetti fyrir norðan Hvítá. Síra Eiríkur