Skírnir - 01.01.1921, Page 129
120
Eirikur Briem.
[Skirnir
kom eftir áskorun sýslunefndarmanna á fundinn. Vildu
þeir hafa hann með í ráðum, því að hann hafði hugsað
allmikið um málið. Átti hann og mestan þátt í saraþykt-
um þeim, er gerðar voru á fundinum (»Stóruborgarsam-
þykt«) um skaðabætur til Borgfirðinga og verði næsta
sumar. Samþyktir þessar náðu samþykki yfirvaldanna
og gengu fram, eins og til hafði verið ætlazt. Kostnaður
við þetta, sem fjell á Húnvetninga, reyndist síðar 8V20 úr
eyri á hverja kind, en síra Eirikur hafði upphaflega gert
ráð fyrir 8 aurum á kindina.
Árið 1875 átti síra Eiríkur góðan þátt i því, að Ás-
geir Einarsson á Þingeyrum 0g Páll Pálsson i Dæli voru
kosnir á þing í Húnavatnssýslu. Meðal annarra frambjóð-
enda voru þeir síra Arnljótur Olafsson og Lárus sýslu-
maður Blöndal.
Sem hreppsnefndarmaður átti síra Eiríkur frumkvæði
að nokkrum nýungum, sem hjer verða ekki taldar. Þó-
má geta þess, að í Húnavatnssýslu var eftir ráði hans
farið að reikna gjöld og tekjur sveitanna í krónum og
aurum, en ekki i álnum, eins og áður hafði tíðkazt.
Þó að sira Eiríkur væri mikill búsýslumaður, ljet
hann aldrei búskaparstörfin sitja í fyrirrúmi fyrir em-
bættisstörfunum, heldur sýndi »framúrskarandi aiúð og ár-
vekni í embættisfærslu sinni*. Einum samsýslungi hans
og samtiðarmanni farast svo orð um kennimannsstarfsemi
hans þessi ár: »Síðan hann varð prestur, hefir hann ávalt
farið í húsvitjanir tvisvar á ári, öndverðan vetur og á
útmánuðum. í húsvitjunum þessum hefir hann kynt sjer
nákvæmlega mentunarástand unglinga, sjer í lagi fram-
farir þeirra í kristindómi, 0g þess utan hvatt þá til fram-
fara í skrift og reikningi eftir kringumstæðum, veitt þeim
uppbyggilegar leiðbeiningar og ámint með hógværð og
alvöru, þar sem þess hefir þurft. Húsvitjanir sínar aug-
Jýsír hann fyrirfram og aðvarar búsbændur um að láta
unglinga vera heima; en beri út af því, boðar hann þá
unglinga heim til sin á tilteknum degi. öll börn, að
minsta kosti 12 ára eða eldri, áskilur hann að komi til.