Skírnir - 01.01.1921, Page 130
Skirnir]
Eirikur Briem.
121
spurninga á hverjum sunnudegi á föstunni, að færu veðri.
Og er önnur embættisfærsla hans þessu samboðin.........
Nokkrum sinnum hefir hann haldið fræðandi fyrirlestra
í ýmsum greinum eftir embætti á sunnudögum, og hefir
það verið bæði gagn og skemtan*.1).
Síra Eiríki fjell yfirleitt vel við sóknarbörn sín. Þau
elskuðu hann flest og virtu og sóttu ráð til hans í vanda-
fflálum sínum, þvi að snemma lagðist það orð á nyrðra
að hann væri bæði ráðsvinnur og ráðhollur.
Haustið 1879 fór síra Eiríkur til Kaupmannahafnar,
til þess að kynnast lifinu í útlöndum og lyfta sjer upp,
en jafnframt til þess að stunda heimspeki. Engan styrk
þá hann til ferðar þessarar af opinberu fje. Hlustaði
hann á fyrirlestra í heimspeki við háskólann, kynti sjer
8öfn borgarinnar og sat annars löngum að lestri í Athe-
Qæum Síðla vetrar brá síra Eiríkur sjer til Þýzkalands og
hom hann á þeirri ferð til ýmissa merkra borga og sögustaða,
svo sem Hamborgar, Berlínar, Wittenberg, Halle, Leipzig,
Dresden, og þaðan til Bielefeld í Westfalen. Þarhitti síra Ei-
rikur föðursystur sina, Kristjönu Jóhönnu, og mann hennar
Schutz, fyrverandi yfirkennara, sem þá var blindur orð-
inn. Frá þeim hjónum er kominn allmikill og merkur
ættbogi á Þýzkaiandi. Jóhanna hafði þá ekki talað ís-
lenzku i 49 ár, og þurfti því að hafa »setning á því að
tala íslenzku«, en mikillar gleði fjekk það henni að sjá
Islending, og einkum svo nákominn sjer. Frá Bielefeld
hjelt síra Eiríkur til Essen og þaðan til Köln. Kann hann
enn frá mörgu að segja úr þessari ferð, þó að liðin sjeu
síðan full 40 ár. Frá Köln hjeltsíra Eiríkur til Vlissingen
°g þaðan til Englands. Dvaldi hann 4 daga í London og
skoðaði helztu stórhýsi og söfn borgarinnar. Áður en
hann lagði upp í ferð þessa hafði hann búið sjer til all-
nákvæma áætlun yfir hana og alt, sem hann ætlaði að sjá
°g skoða á ferðalaginu, og tókst honum að sko6a það alt,
’) Brjef úr Húnavatnsþingi, ritaö 28. febrúar 1877 (Noröanfari
XV.I. ár, nr. 23—24, 5. apríl 1877).