Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 131
122
Eiríkur Briem.
[Skírnir
nema Kristalshöllina. Frá London fór síra Eiríkur til
Cambridge og gisti þar nafna sinn, Eirik meistara Magnús-
son. Þaðan fór hann til York, sem var ein af merkustu
borgum Englands á miðöldum; frá York til Edinborgar og
loks þaðan með póstskipinu »Phönix« til Reykjavíkur
Þenna vetur, sem síra Eiríkur dvaldi í Kaupmanna-
höfn, ljezt þar Jón Sigurðsson forseti og kona hans Ingi-
björg Einarsdóttir. Síra Eiríkur hjelt húskveðju og lík-
ræðu yfir forseta og húskveðju yfir konu hans. Hann rjeð
og áletruninni á silfurskíldi þeim, er Islendingar í Kaup-
mannahöfn lögðu á kistu forseta. Loks fór síra Eiríkur
í umboði þeirra, sem stóðu fyrir útför þeirra hjóna í Kaup-
mannahöfn, Björns Jenssonar, bróðursonar Jóns Sigurðs-
sonar, síðar kennara við lærða skólann, og Tryggva kaup-
fjelagsstjóra Gunnarssonar, með lík þeirra hjóna til ís-
lands. Hefir síra Eiríkur í »Yfirliti yfir æfi Jóns Sigurðs-
sonar* (í Andvara VI. ár) sýnt, að hann hefir manna
bezt kunnað að meta starf Jóns. Nokkrum árum áður
hafði hann á þingmálafundi einum í Húnavatnssýslu, vor-
ið 1875, samið, borið upp og fengið samþvkta bænarskrá
til alþiugis um að veita Jóni Sigurðssyni »heiðurslaun«
fyrir vel unnið starf í þágu lands og þjóðar. Eins og
kunnugt er, brást alþingi vel við þessari umleitan og sam-
þykti i einu hljóði í báðum deildum lög um að veita hon-
um í heiðurslaun 3200 krónur á ári æfilangt. Voru lögin
síðan staðfest af konungi.
Sumarið 1880 fjekk síra Eirikur veitingu fyrir 2.
kennaraembættinu við prestaskólann og byrjaði kenslu
við hann þá um haustið. Kona hans og börn voru þann
vetur i Steinnesi og fluttu ekki suður fyr en vorið 1881.
Þá um veturinn gekk kíghósti þar nyrðra, og mistu þau
hjón úr honum eldra son sinn, Gísla, mesta efnisbarn, og frú
Guðrún tók þá svo rnikla vanheilsu, að hún náði aldrei
síðan fullri heilsu. Veturinn áður, er síra Eiríkur var í
Kaupmannahöfn, ljezt annað barn þeirra hjóna, sem Guð-
laug hjet. Síra Eirikur bjó þá i Kaupmannahöfn hjá
ekkjufrú Ágústu Svendsen. Eina nótt i janúar 1880 vakn-