Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 132
Skírnir] Eirikur Briem. 123
aði hann við, að honum heyrðist hvíslað: >Guðlaug er
dáin«. í febrúar fjekk hann brjef heiman að um lát
dóttur sinnar, er hafði látizt aðfaranótt hin9 10. janúar.
Segir síra Eiríkur, að þetta sjeu einu dularfullu fyrir-
brigðin, er fyrir sig hafi borið á æfinni. Auk þessara
harna eignuðust þau hjón í Steinnesi 2 börn, Ingibjörgu
°g Eggert, sem náðu fullorðins aldri.
Sóknarbörn og sýslungar síra Eiriks 9áu mikið eftir
honum, er hann flutti suður, enda telur hann, að 9jer
bafi aldrei liðið jafnvel og þau ár, sem hann var í Stein-
neai. Við prestaskólann kendi dósent Eiríkur Briem fyr9ta
veturinn sem hann var kennari við skólann, að eins
heimspeki (þ. e. sálarfræði, rökfræði og sögu grísku heim-
spekinnar) 7 stundir á viku, en síðar auk þess 4 stundir
i biblíuþýðingu, eða alls um 11 stundir á viku. Þar að
nuki kendi hann mörg ár trúarbrögð í lærða skólanum,
°g stærðfræði nokkur ár. Eftir að sjómannaskólinn var
settur á stofn var hann i allmörg ár prófdómari við próf-
io, ásamt fyrirliðum af danska herskipinu, og siðan með
Hannesi skipstjóra Hafliðasyni.
En síra Eiríkur hafði ekki verið lengi í Reykjavík,
þegar ýmis trúnaðarstörf tóku að hlaðast á hann. Árið
1882 var hann kosinn í stjórn Kvennaskóla Reykjavíkur
°g síðan, árið 1883 bæjarfulltrúi í Reykjavík, gæzlustjóri
Landsbankans 1885, framkvæmdarstjóri Söfnunarsjóðs frá
stofnun hanstil 1. jan 1921. Haustið 1880 böfðu Húnvetn-
ingar kosið hann á þing ásamt Lárusi sýslumanni Blöndal.
Um nýár 1882 ljet dr. Grimur Thomsen af ritstjórn
Isafoldar, er hann hafði haft á hendi um hríð fyrir rit
stjóra hennar Björn Jónsson. Fyrir tilmæli dómkirkju-
prests Hallgríms Sveinssonar tókst nú síra Eiríkur á hend-
ur að sjá um útgáfu blaðsins, þar til eigandi þess kæmi
aftur úr utanför sinni, en útkoma hans dróst fram á
sumar 1883. Síra Eiriki gazt lítt að því starfi, en reit þó
ýmsar greinar í blaðið um landsmál.
Síra Eiríkur hafði í mörg ár hugsað um, hversu það
■væri gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir þjóðfjelagið,