Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 133
124
Eiríkur Briem.
[Skirnir
að koma upp sjóðum, er aldrei yrðu gerðir að eyðslufje,
heldur færu ávalt vaxandi. A prestsskaparárum sínum
hugeaði síra Eirikur mikið um að koma upp sveitarsjóði,
er bera skyldi nafnið »Sveitarbjörg Sveinsstaðahrepps«,
en hvarf frá því aftur, af því honum virtist erfitt að búa
svo um hnútana, að skipulagsskrá hins væntanlega sjóðs
yrði fylgt og ekki raskað Þegar hann var fluttur suður,
tók hann á ný að vinna að því máli, sem hann hafði
borið fyrir brjósti í mörg ár, að stofna sjóð, er tæki við
og ávaxtaði fje manna og byndi það um ákveðinn tíma-
eða um aldur og æfi, svo það gæti ekki eyðst. í því
skyni ritaði hann og birti í Andvara X. árg., vorið 1884,
merkilega grein: »Um að safna fje«. í henni leiðir höf.
lesendunum fyrir sjónir með mörgum dæmum, hvernig fje
geti »nærri því af sjálfu sjer farið sivaxandi, svo langt
sem hugskotsaugu manna ná«, og að til þess þurfi »engin
sjerstök gróðabrögð, hvorki ágirnd nje nízku, heldur að'
eins þessa einföldu aðferð: að eyða ekki öllum
afla sínum og ávaxta eign sína jafnan
rneð semmestri tryggingu*. Vakti grein þessi
allmikla eftirtekt, og fyrir áhrif hennar og forgöngu síra
Eiríks var Söfnunarsjóðurinn í Reykjavík stofnaður 7.
nóvember 1885, af 12 mikilsmetrmm borgurum. Við stofn-
un hans naut aðalforgöngumaðurinn góðs fulltingis hjá 2
meðstofnendum, Magnúsi Stephensen, síðar landshöfðingja,
og Birni aðjunkt Jenssyni. Sjóðurinn byrjaði eins og
kunnugt er, án þess að eiga nokkurn eyri, nema ábyrgð
hinna 12 fyrnefndu borgara. Var sáralítið fje, að eins
nokkur hundruð króna, lagt i sjóðinn tvö fyrstu árin.
Mun það bæði hafa stafað af því, að stofnun þessi var
enn ný og óþekt, og af illu árferði. Ef til vill hefir
mönnum auk þe3s ekki þótt sjóðurinn nægilega tryggður.
Til þess að treysta sem bezt framtið sjóðsins og útvega
honum ábyrgð landssjóðs, bar síra Eiríkur fram á alþingi
1887 frumvarp til laga um Söfnunarsjóð íslands. Gekk
frumvarpið greiðlega fram i neðri deild, án þess að nokkr-
um mótmælum væri hreyft. En þegar það kom fyrir