Skírnir - 01.01.1921, Síða 135
126 Eiríkur Briem. [Skirnir
náð sextugs aldri, og útborgar það með vöxtum, þegar
þeir eru orðnir 65 ára gamlir.1).
Frá þeim degi er Söfnunarsjóðurinn var stofnaður og
fram til síðustu áramóta hefir Eiríkur prófessor Briem ver-
ið forstöðumaður og framkvæmdarstjóri hans; helming
þe8s tima fyrir alls enga bot'gun, en frá 1903 voru hon-
um veittar 200 krónur á ári fyrir starf hans í þágu sjóðs-
ins. Inneign manna í sjóðnum var 1890 alls 54 þúsundir
króna, en 1920 var hún orðin 1035 þús. kr eða rösk 1
miljón Varasjóður hans hefir og á sama tímabili aukizt
stórum, frá 783 kr. upp í 49,500 kr- Hefir Söfnunarsjóð-
urinn ekki orðið fyrir eins eyris tjóni öll þau ár, sem
prófessor Eiríkur hefir veitt honum forstöðu. Með stofn-
un Söfnunarsjóðsins og forstöðu hans í fullan hálfan fjórða
tug ára hefir prófessor Eiríkur reizt sjer »óbrotgjarnan
minnisvarða*, sem getur orðið öldum og óbornum til
óumræðilegs gagns og blessunar, ef rjett er á haldið.
A þinginu 1887 hafði síra Eiríkur einnig framsögu í
öðru merkilegu málí: frumvarpi til laga um styrktarsjóði
handa alþýðufólki, er Þorlákur Guðmundsson flutti. Frum-
varpið var samþykt i neðri deild, en felt í efri deild fyrir
forgöngu síra Arnljóts Olafssonar. Hann kvað frumvarpið
leiða inn »communisme« hjer á landi, og taldi eigi lík-
legt að vjer kæmum landinu upp með því, »að breiða
sameigsku (communisme) út í lögum vorum«. Fyrir öflug-
an stuðning sira Eiríks hafðist frumvarpið fram á þing-
inu 1889.
Síra Eiríkur var 1887 framsöguraaður fjárlaganna i
neðri deild Þá höfðu gengið nokkur allerfið ár yfir land-
ið og fjárhagur þess var þvi heldur örðugur. Síra Eirikur
vildi því, þegar batnaði í ári, auka tekjur landssjóðs með
hæfilegum kaffi- og sykurtolli og ráðast síðan í nauðsyn-
legar framkvæmdir, en taka ekki lán til óarðberandi
framfarafyrirtækja. Árið 1889 var sira Eirikur aftur
framsögumaður fjárlaga í neðri deild. Það var eitt hið
‘) Sbr. Um SöfnunarBjóð ÍBlaná* eftir Eirik Briem (Andvara XIV-
ir 1888, 122.-147. bla.).