Skírnir - 01.01.1921, Síða 137
128
Eiríknr Briem.
[Skirnir
stefnan hafði borið hærra hlut, og ísland hafði fengið
innlendan ráðherra, var síra Eiríkur í nokkur ár forseti
sameinaðs þings. Þessi ár var hann oftast nær í fjár-
laganefnd, og ljet einkum til síu taka fjármál landsins,
en annars átti hann ekki frumkvæði að neinum stórmálum.
Árið 1904 var hann skipaður í milliþinganefnd, er
fjalla skyldi um kirkjumál landsins. Nefndin lauk störf-
um sínum í apríl 1906, og 10 frumvörp, er hún hafði
samið, komu fyrir alþingi 1907. Gengu þau öll fram í
þinginu. Með lögum þessum var terð gagnger breyting
á launum presta, skipun prestakalla, fjárhaldi kirkna o.
;fi. Frá sira Eiríki var runnin tillagan um jöfnun launa
presta. Honum þótti órjettlátt að láta hinn mikla mis-
mun á prestaköllum eiga sjer stað, er allir söfnuðir á
landinu höfðu fengið rjett til að kjósa presta sína. Var
,það mál margra manna, að nefndin hefði leyzt starf sitt
vel af hendi.
Gæzlustjóri Landsbankans var sira Eiríkur kosinn á
alþingi 1885, eins og áður hefir verið tekið fram, og úr
þvi endurkosinn til 1907. En 22. nóv. 1909 var banka-
stjóra og gæzlustjórum skyndilega vikið frá, án þess að
nokkrar sjer stak ar ástæður fyrir frávikningunni væri til-
greindar í sjálfu afsetningarbrjefinu. Ráðstöfun þessi varíalla
staði ómakleg gagnvart bankastjóra og gæzlustjórum, eins
og síðar var leitt í ljós, og stórhættuleg fyrir bankann og
gjaldtraust hans innan lands og utan. Máli þessu lauk,
eins og kunnugt er, á alþingi 1911 á þann hátt, að ráð-
herra Björn Jónsson fjekk vantraustsyfirlýsingu og varð
að fara frá, — ekki sizt fyrir afskifti sín af bank-
anum, — en bankastjóri og gæzlustjórar fengu fulla
uppreist. Annar gæzlustjórinn, háyfirdómari Kristján Jóns-
son, varð meira að segja ráðherra í stað Björns Jónssonar.
Auðvitað hefði alþingi þá átt að kjósa síra Eirík fyrir
gæzlustjóra, en Sjálfstæðismennkomuívegfyrir það með því
að tefla öðrum manni, honum nákomnum, fram sem gæzlu-
stjóraefni. Þegar síra Eirikur varð þess áskynja, sendi
hann forseta yfirlýsingu um, að hann skoraðist undan að