Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 138
Skirnir]
Eirikur Bri«m.
129
verða kosinn. Á þinginu 1915 var síra Eiríkur loks aftur
kosinn gæzlustjóri. Konungkjörinn þingmaður var síra
Eirikur aftur frá 1911—1915, þegar hin nýja stjórnarskrá
tneð afnámi konungkjörinna þingmanna gekk i gildi.
Þegar prestaskólinn var lagður niður haustið 1911
var síra Eiríki veitt lausn með biðlaunum, og jafnframt
var hann sæmdur prófessors nafnbót. Auk þeirra trún-
aðarstarfa, sem hann hefir haft á hendi og áður hafa
verið talin, hefir hann verið í stjórn ýmissa fjelaga og
stofnana, svo sem hins íslenzka Biblíufjelags, hins íslenzka
Eornleifafjelags, Búnaðarfjelags Suðuramtsins og Búnaðar-
fjelags íslands. Hann var i mörg ár varaforseti hins ís-
lenzka Þjóðvinafjelags, og 1900—1904 forseti Reykjavikur-
deildar Bókmentafjelagsins. — 1906 var hann kjörinn
heiðursfjelagi sama fjelags.
Konungur hefir gert hann riddara af Dbr., komman-
'dör og dannebrogsmann.
Prófessor Eiríkur misti konu sína á áliðnum vetri
1893. Frú Guðrún var kona tiguleg og fríð sýnum, list-
íeng 0g frábærlega vel að sjer til handanna. Hún kendi
löngum, einkum þau ár, sem þau hjón vorn í Steinnesi,
ungum stúlkum ýmiskonar hannyrðir, og þóttu þær sumar
hverjar bera af öðrum jafnöldrum sinum um smekkvísi og
vandvirkni. Hún þótti og góð búkona og stjórnsöm á
heimili, og unni heitt þjóð sinni og öllu, sem íslenzkt var.
Eoreldrum sínum, eiginmanni og börnum var hún hin
ástríkasta. Eftir lát móður sinnar hafði Ingibjörg, einka-
dóttir þeirra hjóna, nokkur ár á hendi búsforráð hjá föð-
ur sínum. En haustið 1897 kendi hún sjúkleika þess, er
dró hana til dauða vorið 1900. Ingibjörg sál. var gáfuð
stúlka, vel mentuð og bezti kvenkostur.
Heilsufar prófessors Eiríks hefir verið gott síðan hann
komst af barnsaldri, enda er hann ern mjög á sál og lík-
ama. Hann er maður hár vexti og yfirbragðið fyrirmann-
legt: augun gáfuleg og einkar hlý og fjörmikil, þegar vel
liggur á honum. Hann er Bkarpskygn og gjörhugull og
apakur að viti. Næm ábyrgðartilfinning og samvizkusemi
9