Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 143
Um innlenda menning og útlenda.
o O
Fáeinar athugasemdir.
Eftir Aina Pdlsson.
Hefir ísland loksins hitt á óskastundina á vorum dög-
um? Að líkindum verða flestir tregir til að svara þeirri
spurningu játandi. En þó er víst um það, að á tveim hin-
um síðustu áratugum hafa margar vonir þjóðarinnar rætst,
og margir þeir draumar, sem hún tæpast þorði að trúa á,
reynst sannspáir. Yið höfum kornist í símasamhand við
aðrar þjóðir. Við höfum hrundið öflugum íslenskum haf-
skipastól af stokkunum. Islensk verslunarstjett hefir kom-
ið undir sig fótunum, og islenskur kaupfjelagsskapur hefir
eflst og blómgast. Fullveldi landsins hefir verið viðurkent.
Hið æðsta dómsvald er nú í höndum landsmanna sjálfra.
Og við höfum stofnsett íslenskan háskóla. Svo að því
mun ekki verða neitað, að við, sem nú erum uppi, höfum
lifað mikil og furðuleg tímamót. Og allir höfum við ríka
tilhneiging til þess að trúa á það, að öll þessi tákn tím-
ans bendi fram, en ekki aftur, upp, en ekki niður. En
þó er það mála sannast, að í huga margra manna felst
þungur grunur um, að ísland sje nú í miklum vanda
statt, að þjóðin hafi ef til vill reist sjer hurðarás um öxl,
og að ennþá sje vansjeð, hvort hún hafi burði til þess að
komast yfir það torleiði, sem menn óttast, að fram undansje.
Hjer verður nokkuð minst á eina af höfuðnýjungum
þessara síðustu ára, stofnsetning háskólans. Ekki er það
þó tilætlunin að ræða um háskólann sjálfan, eða ura það,
hvernig oss hafi tekist að gera hann úr garði í upphafi,