Skírnir - 01.01.1921, Síða 145
136
Um innlenda menning og útlenda.
[Skirnir
ar hafa þeir rökstutt af miklum lærdómi og lausbeisluðu
imyndunarafli, en síður af skynsamlegu viti. Ályktanir
þeirra eru oft af sliku gerræði og handahófi gerðar, að
undrum sætir. Enda hafa á síðustu árum margir útlendir
fræðimenn tjáð sig með öllu fráhverfa skoðunum þeirra,
og nýlega hefir Finnur prófessor Jónsson gefið út
merkilegt rit, sem getið mun verða um á öðrum stað hjer
í »Skírni«. Fjallar rit þetta um upphaf íslenskra (og norskra)
bókmenta, og er höf. ærið þunghendur á margvíslegu
»vísindalegu« hrófatildri nokkurra útlendra fræðimanna,.
en þó einkum á hinum keltnesku kenningum þeirra feðga.
Má ætla, að þær beri aldrei upprjett höfuð eftir þá með-
ferð, og er því vonandi að hjer eftir dragi talsvert úr
þessu Irafári. —
En þó að mjög hafi verið deilt um orsakirnar til þess
mentalífs og til þess mikla bókmentagróðurs, sem spratt
upp hjer á landi í fornöld, þá munu þó flestir fræðimenn
hafa verið á einu máli um það, að einangrun hins ís-
lenska þjóðlífs hafi átt drjúgan þátt i andlegu sjálfstæði
og þroska hinna fornu bókmenta. Þar að auki hefir mönn-
um orðið mjög tíðrætt um skammdegið, — hin löngu
vetrarkvöld hafi verið svo vel fallin til bóklegra starfa.
Nú kemur mjer ekki til hugar að neita því, að þetta tvent
hafi sett sitt mark á bókmentastarfsemi vora bæði ab
fornu og nýju. En þó verð jeg að játa, að jeg get ekki
trúað á einangrunina og langnættið á sama hátt sem margii'
fræðimenn hafa gert. Víðar en á íslandi var fásinnið
mikið og skammdegið bæði langt og svart. Og hvers
vegna urðu þá ekki t. d. Eáleygir andlegir forystumenn
norrænna þjóða í fornöld? Hiit mun sannara, að einangr-
un hefir sjaldnast reynst lífgjafi eða ljósgjafi, heldur hefir
hún þvert á móti sogið þjóðum og einstaklingum merg
úr beinum og fóstrað andlega örbirgð, einræni og skamm-
sýni. Svo að það er í rauninni ótrúlegt, að hún hafi
reynst hjer slík hjálparhella og heilsulind sem orð hefir
verið á gert.
Hjer á landi hefir það lengi verið rótgróin þjóðtrú,