Skírnir - 01.01.1921, Page 146
Skírnir]
Um innlenda menning og útlenda.
1*7
sem ekki eingöngu allur almenningur hefir aðhylst, held-
ur einnig margir skólagengnir menn, að hin forna ís-
lenska menning hafi hafist af sjálfri sjer, án nokkurs
stuðnings eða nokkurra áhrifa utan að. Þessi skoðun nær
vitanlega engri átt. Ekki þarf annað en líta á, hverir
menn það voru, sem land þetta námu í upphafi. Það voru
engir heimalningar, heldur menn sem höfðu slitið af sjer
átthagaböndin og steypt sjer út í straumiðu heimslifsins..
Margir þeirra komu hingað til lands beint úr hryðjum
víkinga-aldarinnar. Þeir höfðu lifað ein hin mestu siða-
skifti, sem nokkurntíma hafa yfir Norðurlönd gengið.
Þeir höfðu sjeð gömul ríki hrynja í rústir og önnur ný
risa upp. Þeir höfðu fengið kynni^af margvíslegum nýj-
ungum í löggjöf og landsstjórn, og ekki allfáir þeirra
höfðu algjörlega hafnað fornum átrúnaðí. Margir meðal
landnámsmannannahafa vafalaust verið einhverir best ment-
uðu mennirnir, sem þá voru uppi á Norðurlöndum, — víð-
sýnustu, reyndustu og þroskamestu mennirnir.
Útþráin. var þeim í blóðið borin, æfintýralundin var
eitt höfuðeinkenni þeirra. Jeg gæti trúað að orðið »heimsk-
ur« hafi á víkingaöldinni fengið þá merkingu, sem það
siðan hefir haft í voru máli. Og eftir að þeir höfðu setst
hjer á íslandi, bættist það við, að þeirn var lífsnauðsyn-
a& hafa sem örastar samgöngur við aðrar þjóðir, því að
landið var hvorki kornland nje skógland. Um utanfarir
Islendinga á söguöldinni er óþarft að fjölyrða hjer, og
n*gir að geta þess, að næstum því hver einasta íslensk
®aSa gerist að meira eða minna leyti í útlöndum. Leiðir
Islendinga lágu þá víðsvegar um álfuna, um öll Norður-
lönd, um England, Garðariki, alt suður í Miklagarð o. s.
frv. Seinna hófust pílagrímsferðirnar, suðurgöngurnar, og
fóru menn þá ýmist um Þýskaland eða Frakkland, og
Þarf ekki að eyða orðum að því, að á þennan hátt hlýtur
íslenskt þjóðlíf að hafa orðið fyrir rikum og margvísleg-
tun áhrifum erlendrar menningar.
En þó komst islenska þjóðin þá fyrst í fast og varan-
'egt samband við heimsmenninguna, er kristnin hafði fest