Skírnir - 01.01.1921, Síða 147
=138
Um innlenda menning og útlenda.
[Skírnir
rætur hjer á landi. Hin rórnverska kirkja yar á þessum
öldum að ljúka við sitt mikla starf, að leiða flestar þjóðir
álfunnar inn á grundvöll sameiginlegrar menningar. Eri
þó að rómverska kirkjan væri í eðli sínu ein allsherjar-
stofnun, þá var þó kirkjumálunum skipað nokkuð á sinn
veg i hverju landi, þó að mjög sækti í sama horf víðast
hvar, eftir því sem fram leið á miðaldir. En hjer á landi
varð kirkjuskipunin á annan veg en í nokkru öðru landi.
Hin forna íslenska kirkja varð að sínu leyti ekkí síður
einstök meðal kirkjudeilda miðaldanna, heldur en hið ís-
lenska lýðveldi meðal rikjanna. Að minni hyggju er það
vissasta leiðin til þess að skilja forníslenska bókmenningu,
að bera lýðveldiskirkjuna saman við miðaldakirkjuna í
öðrum löndum álfunnar.
Stefna miðaldakirkjunnar var eidheit, þróttmikil, ein-
sýn og óvægin hugsjónastefna. Takmarkið var himin-
hátt, en fyrsta skrefið til þess að ná því, var að sam-
eina allar þjóðir um eina sameiginlega trúarjátning og
lífsskoðun. Þess vegna leit kirkjan allar sjerstefnur og
sjerkreddur óhýru auga, og þess vegna varð hún alstaðar
óþjóðleg. Hún átti í sífeldri baráttu við hið innlenda
ríkisvald, vildi ekki þola nein afskifti af þess hálfu, en
krafðist þvert á móti æðsta valds bæði í andlegum og
veraldlegum efnum. Þar að auki hafði kirkjan allar klær
úti til þess að berjast á móti öllum heiðnum endurminn-
ingum, og þá um leið þeirri innlendri menningu, eða
þeim vísi til innlendrar menningar, sem haíði fyrirhitst
þegar kristnin sigraði. Latina var kirkjumálið, og var
hún oft nefnd lingua clerica (klerkamál) til aðgreiningar
frá mállýskum almúgans, þjóðtungunum, sem þá áttu
hvergi griðastað við mentastofnanir kirkjunnar, og voru
í mestu óvirðingu og enginn sómi sýndur. Nú var latín-
an að visu upphaflega heiðinna manna mál, önnur höfuð-
tunga heiðingjanna, — en svo harðsnúin og heiftúðug var
barátta klerkanna fyrir sínum málstað, að þegar fram leið
á miðaldir tóku þeir að byggja út úr málfræðisbókutn
sínum öllum dæmum og tilvitnunum, sem tekin voru úr