Skírnir - 01.01.1921, Side 148
Skírnir]
Dm innlenda menning og útlenda.
139
bókum heiðinna rithöfunda, en setja í staðinn dæmi, sem
annaðhvojt voru tekin úr helgum ritum, eða þeir sjálfir
höfðu smíðað. Kaþólska kirkjan má eiga það, að hún var
ekki hálfvolg, þegar riki kennar var sem mest.---------—
Mundu nú nokkrar bókmentir hafa orðið til hjer í
fornöld, ef landið hefði verið alheiðið, t. d. fram á, 13.
öld? Jeg hygg að þeirri spurningu megi svara með hik-
lauBu nei-i. Ef þjóðin hefði verið s v o einangruð, að
hingað hefðu ekki borist straumar hinnar kirkjulegu menn-
ingar, þá hefðu áreiðanlega engin fræði verið í letur
færð og engin tíðindi á bækur sett hjer á landi. Því að
þá fyrst gat ritöld hafist, þegar forfeður okkar höfðu haft
svo náin kynni af kirkjunni, að þeir gátu fært sjer í nyt
öll þau margvíslegu menningartæki, sem hún átti þá eín
yfir að ráða. Þeir urðu t. d. að leita til hennar um sjálft
stafrófið, og blek og penna og bókfell kendu klerkar þeim
að nota Og hvað veldur þá þessari furðu, að bókmentir,
sem að vissu leyti eru til orðnar fyrir kirkjuleg áhrif,
eru þrátt fyrir það skilgetið barn hinnar »heiðríku heiðni*?
Ekki var það vegna þess, að menn hjer á landi væru
fákunnandi um mentalíf álfunnar. Það er í frásögur fært,
að nokkrum vetrum eftir kristnitökuna fór Gizur hvíti
með ísleif son sinn til Þýskalands og kom honum þar
fyrír í klausturskóla einum. Þar með hófust skólagöngur
Islendinga i útlöndum, óg hafa þær siðan haldist fram á
þenna dag. Það er kunnugt um marga hina merkust
menn lýðveldiskirkjunnar, að þeir stunduðu nám í æsku
í einhverju höfuðlandi álfunnar, Englandi, Erakklandi eða
Þýskalandi, og sjálfsagt hafa miklu fleiri sótt til útlendra
skóla en þeir, sem sjerstaklega eru til þess nefndir. Nú
mætti ætla, að þessir ungu Islendingar hefðu ekkert bol-
æagn haft til þess að standa af sjer þann stríða straum,
sem þá braut alt og alla undir sig í menningarlöndum
álfunnar. En þar varð önnur raun á. Að vísu eru þess
dæmin, að sumir stóðust tæplega. mátið, svo sem Jón ög-
æundsson og Þorlákur helgi. En urn flesta hina má víst
æeð sanni segja, að þeir hafa haft það eitt af kenningum