Skírnir - 01.01.1921, Side 149
140
Um innlenda menning og útlenda.
[Skirnir
klerkanna um veraldleg efni, sem þeim þótti nýtandi, en
látið hitt eins og vind um eyrun þjóta. Bersýnilega hefir
þeim aldrei komið til hugar að fyrirlíta þá tungu sem
þeir töluðu, nje kasta fæð á þau bin fornu fræði, sem þeir
höfðu sogið i sig með móðurmjólkinni. Tveir klerkar,
Sæmundur Sigfússon og Ari Þorgilsson, iögðu grundvöll-
inn að íslenskum bókmentum. Og vafalaust er, að klerk-
lærðir menn hafa fært í letur flest það, sem ritað var
hjer í fornöld, þar'á meðal flestar íslendingasögur For-
feður okkar virðast hafa. gengið í skóla Evrópumenning-
arinnar á viðlíka hátt sem Japanar á vorum dögum. Þeir
lærðu mikið og margt, en geymdu þess vandlega, að láta ekk-
ert innlent verðmæti af höndum við hleypidómatíðarandans.
Þetta merkilega sjálfstæði hinna fornislenzku menta-
manna bendir fyrst og fremst til þess, að hin fornu þjóð-
fræði hafa verið orðin svo rótgróin og komin í svo fastar
skorður löngu áður en ritöld hófst, að slíks hafa ekki
verið nein dæmi i nokkru öðru landi. Hjer hafa verið
til auðugar »bók«mentir, — ljóð, sögur, lög, ættvisi, —
löngu áður en einn einasti stafur var settur á bókfell.
En hætt er við, að þrátt fyrir þann öfluga bakhjall hefði
það orðið hinum íslenzku klerkum ofraun að brjóta svo
mjög bág við Btefnu miðaldakirkjunnar, sem þeir gerðu,
ef ekki hefðu legið önnur rök til þess, að þeir næstum
því h 1 u t u að gera það. Og hjer kemur skipulag lýð-
veldiskirkjunnar til greina.
Eyrbyggja getur þess, að þegar eftir kristnitökuna
hafi ýmsir höfðingjar reist kirkjur, — »ok hvatti menn
þat mjök til kirkjugerðar, at þat var fyrirheit kenni-
manna,-at maðr skyldi jafnmörgum mönnum eiga heimilt
rúm í himnariki, sem standa mætti í kirkju þeirri, er
hann léti gera«. Á þennan hátt hefir hinum útlendu
klerkum þótt ráðlegast að flytja islenskum höfðingjum
fagnaðarboðskapinn Og víst er um það, að þeir Ijetu
ekki á sjer standa að koma upp kirkjum, en þess gættu
þeir vel, að tryggja sjer hið sama vald yfir þeim, sem
þeir áður höfðu haft yfir hofunum. Það er ekki tilætl-