Skírnir - 01.01.1921, Síða 150
Skírnirl
Um innlenda menning og útlenda.
141
unin að lýsa hjer hinni fornu kirkjuskipun, enda hefir
það víða verið gert. En þetta er höfuðatriðið, að hjer á
landi greri kirkjuvaldið og höfðingjavaldið sarnan. Svo
mátti heita, að höfðingjarnir hefðu fulJkomin umráð yfir
kirkjunum. Að vísu gátu biskuparnir reist nokkrar skorð-
ur við valdi kirkjueigandanna, en þó að eins í fremur
óverulegum atriðum. Kirkjueigandinn rjeð presta til kirkj-
unnar, hirti og ráðstafaði bæði kirkjutíund og preststíund,
«g fór að öllu leyti með kirkjuna og fjármuni hennar
sem sína eign. En það er einn hinn ólygnasti vottur um
pólitískan þroska og langsýni hinna íslensku höfðingja,
að þeim skildist þegar í upphafi, að hin veraldlegu völd
yfir kirkjunni mundu koma sjer að litlu haldi, ef þeir
tækjust eigi einnig á hendur hina andlegu forustu innan
kirkjunnar. Meðfædd fróðleiksfýsn og virðing fyrir þekk-
ingu og andlegum yfirburðum hefir lika knúð þá i hina
sömu átt. Þess vegna ljetu margir höfðingjar sonu sína
læra til prests, og sendu þá síðan í útlenda skóla. Hinir
ungu íslendingar, sem sátu á fótskör munkanna og hlýddu
á kenningar þeirra, voru allir eða flestallir kynbornir
menn. Margs urðu þeir vísari, en margt ljetu þeir
sjer gleymast, þvi að öll völd og vegur ætta þeirra
-hvildi á alheiðnum grundvelli, — á heiðnum endurminn-
ingum, heiðnum siðvenjum og heiðnum erfðakenningum.
Forfeður þeirra höfðu verið heiðnir goðar, sjálfir ætluðu
þeir sjer að verða kristnir goðar. Þeir urðu hámentaðir
klerkar, en köstuðu ekki hugsunarhætti höfðingjans. Þeg-
ar heim kom, komust þeir til æðstu valda í kirkjunni og
má til dæmis nefna, að á lýðveldistímanum voru 3 Skál-
holtsbiskupar af Haukdælaætt, en 1 af Oddverjakyni.1) Og
ekki mun það of djarfleg tilgáta, að einmitt þessir prest-
vígðu höfðingjar hafi bókfest eða látið bókfesta flestar Is-
lendingasögur, — sjálf »aðalsbrjef höfðingjaættanna*.
Það má nú að vísu með sanni segja, að þessi skipun
*) Þar að anki nrðn fleiri menn úr þesium ættnm fyrir bisknps
kjöri, þótt ekki kæmnst þeir i embætti.