Skírnir - 01.01.1921, Page 151
142
Um innlenda menning og útlenda.
[Skirnir
kirkjumálanna hefði aldrei getað fest rætur, og því siður
haldist öldum saman, ef ísland hefði verið rjett undir
handarjaðri erlendra kirkjuhöfðingja. Enda bar raun vitni,
að nokkru eftir að erkibiskupsstóll hafði verið settur í
ííoregi (1152), hófust tilraunir hins útlenda kirkjuvalds
til þess að kollvarpa og umturna lýðveldiskirkjunni, þó
að þær yrðu árangurslausar i fyrstu. Að þessu leyti heíir
því »einangrunin« komið þjóðlífi voru að góðu haldi. En
annars mun hitt sannast, að þó að benda megi og
bent hafi verið á margar orsakir til þess, að einmitt
ísland varð höfuðból norræns mentalífs í fornöld, þá er
þetta þó mergurinn málsins, að hjer á landi blönduðust
straumar erlendrar og innlendrar menningar á alveg sjer-
stakan hátt. Hin hámentaða íslenska höfðingjastjett stóð
á landamærum heiðni og kristni, og einblíndi ekki aðeins
i aðra áttina, heldur leit til beggja hliða og mat bæði
kristinn »sið« og heiðinn með rólegum yfirburðum. Þaðan
kom sagnaritun vorri hin óvilhalla dómgreind, hinn kreddu-
lausi skilningur á mönnum og málefnum og hið langsýna
yfirlit yfir rás viðburðanna.------—
Það getur vitanlega ekki komið til mála, að í þess-
ari stuttu ritgerð verði gerð grein fyrir afstöðu innlendrar
og erlendrar menningar um aldirnar. En á 14. öldinni og
sjerstaklega eftir 1400 tekur íslenskt þjóðlíf fyrst að ein-
angrast að marki. Þá þótti það annálsvert, ef íslending-
ar sóttu heim aðrar þjóðir, enda rýrnar nú hið íslenska
mentalíf stórum og verður eins og svipur hjá sjón, á
móts við það sem áður var. Og nú hefjast hinar ófrjóvu
aldir, sem minst hafa eftir sig látið íslenskri menningu
til þrifa og eflingar. En þegar eftir siðaskiftin byrja nýir
tímar. Þá var verzlun Þjóðverja hjer á landi i miklum
blóma, og leituðu þá raargir íslendingar til þýskra há-
skóla, enda var það beinasta leiðin til að kynnast hinni
nýju guðfræði Lúthers og lærisveina hans. Þá hófust og
Hafnarferðir íslendinga, og ennfremur sóktu ýmsir ungir
menn hjeðan til háskóla á Hollandi og Englandi. Hjelst
þetta nokkuð fram eftir 17. öldinni, en eftir að verslunar