Skírnir - 01.01.1921, Síða 153
144
Um innlenda menning og útlenda.
[Skírnr
í 8tjórnmálum og bókmentum, sem hafa haft dýpst og
varanlegust áhrif á hagi og hugsunarhátt þessarar þjóðar.
Til þess að finna þeim orðum stað nægir það eitt, að
nefna hjer nöfn nokkurra isl. Kaupmannahafnarstúdenta:
Brynjólfur Sveinsson, Jón Vídalín, Árni Magnússon, Páll
Vídalín, Jón Eiríksson, Skúli Magnússon, Eggert Olafsson,
Bjarni Pálsson, Magnús Stephensen, Jónas Hallgrímsson,
Konráð Gíslason, Tómás Sæmundsson, Jón Sigurðsson og
■Guðbrandur Vigfússon. Það þýðir ekki að þylja nöfnin
tóm, — en allir munu sammála um það, að óskaplegt
hefði verið, ef þessir menn hefðu orðið að láta sjer þá
mentun nægja., sem hjer innanlands var á boðstólum.
Ef enginn þeirra hefði komist út fyrir landsteinana, er
hætt við að litlar sögur hefðu farið af þeim.
Því skal nú alls ekki neitað, að Kaupmannabafnar
ferðirnar höfðu ýmsar skuggahliðar. Um eitt skeið var
mikið um það skrifað og skrafað hjer á landi, að Hafnar-
vistin væri íslenzkum námsmönnum stór-háskaleg, mörg-
um hlektist þar á, sumir færu með öllu forgörðum o. s. frv.
Jeg ætla mjer ekki að eyða orðum að þeim hjegóma.
Það yrði sjálfsagt talsvert torvelt að benda á nokkurn
þann stað á jarðríki, þar sem óráðnir unglingar gætu
ekki misstigið sig á einn eða annan hátt, meðan æsku-
fjörið er sem geystast. Til slíks væri betrunarhúsunum
helst treystandi — enda er það nú orðin hugsjón margra
bæði hjer á landi og víðs vegar um heim, að breyta
hverju einasta þjóðfjelagi í eitt allsherjar betrunarhús.
Þar á svo að ala upp nýja manntegund undir umsjón
siðameistara og spámanna, sem eiga að hafa fangavarðar-
embættið á hendi. En hvað sem því líður, þá er það
eitt víst, að ekki höfum við siglt fyrir skerið með því
að reisa háskóla í JEteykjavík. Það er óhrekjandi, að
mörg fen og foræði geta orðið á vegum manna í Höfn.
En samt er jarðvegur þar ekki fúnari heldur en í
Reykjavík. —
Óánægja ýmsra hinna vitrari manna út af Hafnar-