Skírnir - 01.01.1921, Page 154
Skirnir]
Um innlenda menning og útlenda.
145
íerðunum var þó sprottin af alt öðrum rökum, og sum-
ar mótbárurnar gegn þeim voru verulega athyglisverð-
ar og þungar á metunum. Það var höfuðgallinn á þeirri
akipun mentamálanna, sem nú hefir haldist hjá oss í næst-
um því 300 ár, að öll hin æðri skólamenning Islands var
einskorðuð við einn háskóla. Á það hefir verið drepið
hjer að framan, að á gullöld þjóðarinnar dreifðust íslenskir
mentamenn víðs vegar um álfuna. Og fyrst eftir siða-
skiftin virtist svo sem íslendingar þeir, er girntust að
leita sjer fróðleiks og frama, mundu aftur kanna hina
fornu stigu. En það fór nú á annan veg, svo sem áður
var minst á. Og afleiðingin varð sú, að íslenskir menta-
menn urðu í mörgum efnum að bjargast við það eitt,
sem Danir gátu miðlað þeim af andlegu verðmæti. Nú
var svo um Dani, að mentalíf þar í landi var einstaklega
rýrt og fá8krúðugt alt fram á 18. öld. Það gerist ekki
lyr en á 19. öld, að þeir ryðja sjertilrúms meðal fremstu
mentaþjóða álfunnar. Islenskri menningu hefir orðið það
tilfinnanlegt . tjón, að bafa engin sambönd út á við nema
við eina smáþjóð, sem þar að auki var fremur stutt á
veg komin, þangað til hinn mikli uppgangur hennar hófst,
bæði í andlegum og veraldlegum efnum, á 19. öld. Við
hlutum að verða Dönum andlegaháðir,að >dejoendera« af þeim
í smáu og stóru, og var það ófrelsi oft og tíðum miklu
ríkara, en við sjálfir gerðum okkur grein fyrir. Fyrir
bragðið varð íslensk menning miklu veigaminni, svipdauf-
ari og ósjálfstæðari, en ella mundi orðið hafa.
En hefir þá verið bætt úr skák með þvi að stofna
háskóla hjer í Reykjavík? Jeg hygg óþarft að velta
þeirri spurningu lengi fyrir sjer, því að ekki er í graf-
götur að ganga um það, að engin von er til þess, að
hinn fátæki og umkomulitli íslenski háskóli geti tekist á
hendur að annast um menningarsambandið milli íslands
°g útlanda eða sjeð þjóðinni fyrir þeirri þekkingu, sem
henni er nauðsynleg. Og allra sist nú, er Islendingar hafa
tekið á 8ig meiri vanda en nokkru sinni fyr, og á þá standa
hr öllum áttum kröfur um betri og stórsýnni mentun
10